Goðasteinn - 01.03.1969, Síða 19

Goðasteinn - 01.03.1969, Síða 19
rakið sömu slóð til baka og við höfðum farið innúr. Eftir þetta kom oft fyrir, að við rákum hrossin heim með böggunum og reynd- ist sízt verr, því oft kom fyrir, að hestar stigu í baggana hver hjá öðrum, er þeir voru trossaðir. Ég man einu sinni eftir, að hestur steig í bagga hjá þeim næsta fyrir framan með þeim afleiðingum, að hann sleit rciðing af með öllu saman, og flaut það fram úr álnum, sem þá var verið útí. Tókst að kippa því öllu í lag og búa upp á hestinn að nýju, enda vart þótt karlmannlegt að koma með hestinn lausan heim. Ekki þótti vandalaust að búa upp á viðarhestana. Einkum þótti mikilsvert að raða vel í baggana, sem þá þurftu ekki eins mikil átök í herzlu eða bindingu og ella. Ekki var heldur vandalaust að koma silunum fyrir á réttum stað. Þeir voru ýmist stangaðir sam- r.n úr tói eða þá heimafengnir ólasilar. Voru þeir teknir úr hálsi gripaskinna, þannig, að ekki var rist framúr á hálsi, er gripirnir voru flegnir. Silunum var komið fyrir á hríslustofni í bagganum og þannig, að öruggt væri, að bagginn legðist ekki að hestinum. Ég sá þó hesta oft nuddast illa undan viðarbagga, stundum svo, að sárið var margar vikur að gróa. Báru þeir merki þess ævilangt, því hvít hár uxu upp í örinu. Vanaleg heybandsreipi voru höfð til að binda viðinn með. Vildu þau oft ná skammt til að vefja brumið nóg saman, svo það flækt- ist ekki í fótum hestanna. Voru þá oft notuð sérstök bönd til að vefja um brumið og nefnd brumbönd. Oft vildu föt manna fara illa í þessum ferðum, rifnuðu og trosn- uðu á viðargreinunum. Höfðu margir með sér sérstök föt til að vera í, þegar byrjað var að viða, garma, sem áttu þar sitt lokadægur. Nokkuð var ég líka við að fleyta skógi. Vötnin voru þá látin bera hann til byggða. Viðarbaggarnir voru þá bundnir með vír, oftast álíka stórir og hestabaggar. Á þessu mun hafa verið byrjað, þegar verkfræðingar hugðust veita Þverá frá Fljótshlíðinni með viðaríteppu. Baggarnir voru oft bundnir saman í lest, 4-6 saman. Þetta reyndist erfitt og slarksamt og varla hættulaust, því bagg- arnir strönduðu víða á grynningum og eyrum. Kom fyrir, að þeir strönduðu á stöðum, þar sem tefla þurfti á tæpt vað með að koma Godasteinn 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.