Goðasteinn - 01.03.1969, Side 21

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 21
Guðlaugur E. Einarsson frá Arnkötlustöðum: Hagalagðar Sagnir Halldórs Teitssonar Hér fara á eftir nokkrar sagnir, sem ég skráði eftir Halldóri Teitssyni í Hafnarfirði. Halldór var fæddur í Keflavík 1886, sonur Vilborgar Halldórsdóttur frá Syðri-Rauðalæk í Holtum, systur Runólfs hreppstjóra og þeirra mörgu systkina, og Teits Þorsteins- sonar frá Skarði. Halldór ólst upp frá sjö ára aldri á Brekkum í Holtum hjá móðursystur sinni, Guðlaugu, og manni hennar, Sig- urði S'gurðssyni. Síðar var hann vinnumaður (1914-19) hjá Guð- mundi lækni Guðfinnssyni á Stórólfshvoli. Þá bóndi nokkur ár í Snjallsteinshöfðahjáleigu. Flutti þaðan til Hafnarfjarðar. Bjó þar síðast á Nönnustíg 6 og stundaði jöfnum höndum sjó og landvinnu. Halldór dvaldi síðustu æviár sín á Hrafnistu og dó þar 26. jan. 1967. Hann var ræðinn, hafði frá mörgu að segja og sagði vel frá. Einu sinni (það var 1936) spurði ég Halldór, hvort hann kynni ekki frá einhverju að segja, dulrænu, sem fyrir hann hefði borið um ævina. Hann lét lítið yfir því í fyrstu, en þó tíndist það til, sem hér verður frá sagt. Godasteinn 19

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.