Goðasteinn - 01.03.1969, Side 28

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 28
Solvi St. Jónsson á Sigurðarstöðum: Hrafn bjargar hesti Um síðustu aldamót bjó faðir minn, Jón Jónsson, á Sigurðar- stöðum í Bárðardal. Hann var þá ungur bóndi, mjög léttur á fæti og maður ólatur. Eitt júlíkvöld um háttatíma gekk hann út á hlað að líta eftir fjær og nær. Heyrir hann þá í hrafni uppi á brúninni ofan við bæinn. Brekkan er um 200 m á hæð. Situr krummi þar á steini og skrafar mikið. Pabbi verður eitthvað grunsamur, að krummi viti lengra en nef hans nær og nú sé einhver skepna í kröggum. Pabbi labbar af stað, lítt búinn til lengri ferðar, var á kvöld- skónum, bryddum sauðskinnsskóm. Ofan brúnar tekur við mikið mýra- og móalendi, ásar og melar. Alltaf finnst pabba, að hann þurfi að ganga lengra og loks var hann kominn um fjóra km norð- austur á heiðina. Þar er dalverpi allmikið og í því svæði, sem heitir Víðrar. Er það land með víðibúskum, keldudrögum og vatna- skvompum. í einum vatnsstampinum er þá grár hestur, hafði runn- ið ofan af bakkanum og var í vatni upp á herðakamb. Pabbi kenndi hestinn, er var í eigu bóndans í Hrappsstaðaseli, Péturs Jónssonar. Sá bær er um tveim km norðar í þessum sama dal. Pabbi skundaði sem hraðast norður í Selið, vakti Pétur af værum svefni, og saman sneru þeir til baka. Þar náðu þeir í annað hross, og með samhjálp var Gráni dreginn upp úr stampinum, líf- vænn og væntanlega fjöri feginn. Pabbi sneri heim með þakklæti Péturs bónda og ánægður með kvöldgönguna. En væntanlega hafa kvöldskórnir verið farnir að lýjast. Ekki er úr vegi að geta þess, að aldrei hefur verið dálæti á krumma hér, og hefði mátt álíta, að frekar væri hann að hlakka yfir matarvon en að gjöra viðvart. Hitt er þó víst, að skraf hans varð Grána til bjargar. 26 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.