Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 30

Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 30
Haustið 1870 var bústofninn 2 kýr, 9 ær, 9 sauðir og 8 lömb, en þá voru börnin orðin fjögur, það elzta 8 ára en það yngsta þriggja. Til að afla fæðis handa fjölskyldunni, réð Jón sig til róðra í Suðursveit á vertíðinni og stundaði veiðar í Ingólfshöfða að sumr- inu. Þá var háfur óþekktur hér við fuglaveiði; aðalveiðitækið var snara og veðin því oftast heldur lítil, eða eftir því sem Jón sagði síðar um 25 langvíur í hlut á viku að meðaltali. Þegar frá leið, fékk Jón þó þrjá hluti, því hann varð aðalsigmaðurinn í Ingólfs- höfða og átti sjálfur festina. Þau hjón höfðu því oftast nægilegan mat, en feitmetið var oft af skornum skammti. Eitt árið, þegar elztu börnin voru farin að fylgja móður sinni cftir, begar hún gekk um bæinn, átti hún ekki annað feitmeti en lýsislögg í gömlum selsmaga, þegar leið að jólum. Kýrin, sem hafði orðið þurr með jólaföstu, átti ckki að bera fyrr en eftir jól og hamingjan mátti vita, nema hún kynni að standa allt að hálfan mánuð fram yfir, en kvíga, sem Jórunn taldi kýrefni, átti ekki að bera fyrr en á góu. Nágrannarnir voru ekki aflögufærir, þótt grann- konurnar gæfu börnunum raunar mjólk öðru hvoru. Jórunn þorði því ekki að taka af lýsinu til ljósa, því hún vissi, að börnunum var nauðsynlegt að fá það til viðbits í mjólkurleysinu, og sat í myrkri um skammdegið, og má nærri geta, að kvöldin hafa stundum verið lengi að líða. Á aðfangadag jóla, þegar dimma tók, fór Jórunn upp í Kot með börn sín (nærri 5 mín. gang) til Karólínu Oddsdóttur, sem gat látið eftir sér að kveikja ljós á kvöldin, þó efnin væru ekki mikil, en Jórunni fannst hún verða að leyfa börnunum að sjá ljós þetta kvöld. Karólína tók þeim vel, og þegar þau fóru heim, voru börnin í sjöunda himni yfir þeirri dýrð, sem þau höfðu séð og fengið, en það var ljós á lýsislampa og svolítið tólgarkerti, sem Karólína gaf þeim. Þegar þau komu heim, var kýrin búin að taka kálfssóttina, og um það leyti, sem jólin gengu í garð, var Jórunn búin að mjólka hátt í skjólu af broddi úr kúnni. Þá loksins taldi hún óhætt að nota lýsið sem eftir var til ljósa, og við ljósið á fífukveiknum á lýsis- lampanum höfðu þau sannarlega gleðileg jól. 28 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.