Goðasteinn - 01.03.1969, Page 31

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 31
Sigurbjarnarson Jónas Jónasson frá Hrafnagili Aldarminning Jónas Jónasson frá Hrafnagili var fæddur 7. dag ágústmánaðar 1856 á Olfá í Eyjafirði fram. 7. ágúst 1956 var því liðin öld frá fæðingu þessa þjóðkunna og gagnmerka manns. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson bóndi þar, vitur maður og góðgjarn og læknir góður, og kona hans Guðríður Jónasdóttir bónda Halldórsstöðum Eyjafirði Guðmundssonar, hljóðlynd kona og hjartahlý, gáfuð og göfuglynd. Jónas var af gáfu- og merkisfólki kominn í báðar ættir. Höfðu forfeður hans jafnan haft mætur á þjóðlegum fróðleik og fornum fræðum íslenzkum. Kom og síðar í ljós, að Jónas hafði al- izt upp í slíku andrúmslofti og teygað þær ódáinsveigar með móður- mjólkinni. í bók hans: Islenzkir þjóðhættir kemur þctta glögglega í ljós. Eru þar margir þættir skráðir eftir foreldrum hans og Helgu S'gurðardóttur, föðurmóður hans. Jónas Jónasson var fóstraður í föðurgarði, fyrst á Úlfá og síðar Tunguhálsi Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Foreldrar hans fluttu búferlum frá Úifá 1872 að Tunguhálsi og bjuggu þar í 9 ár til 1881. Síðan virðast foreldrar hans hafa hætt búskap. Dvaldi Jónas faðir hans í Svínadal, Húnaþingi, 1881-88 og síðar Hrafnagili við lækn- ingar, enda hafði hann fengið lækningaleyfi hjá héraðslækni á Godasteinn 29

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.