Goðasteinn - 01.03.1969, Page 36

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 36
Þórður Tómasson: Guðrún á Fossi Guðrúnu Runólfsdóttur á Fossi á Rangárvöllum sá ég aðeins tvisvar; fyrst við messu hjá sr. Arngrími Jónssyni í Odda, þeim merkispresti, sem nú berst góðri baráttu til að blása lífi í mókandi kirkju. Mér er hún minnisstæð, hin tígulega, svipmikla kona, þá nær hálfníræð en þó enn bein eins og rétt björk í skógi. Sama tign mætti mér haustið 1962, er hin úrræðagóða höfðingskona Jónína á Keld- um brauzt m.eð mig á jeppanum sínum um torfæran 12 km veg upp að Fossi til að hitta Guðrúnu aðeins að máli, áður en það væri um seinan. Þá var hún 98 ára. Veizluborð beið okkar hjá Guðrúnu yngri (Nunnu). Enginn afdalasvipur var þarna á neinu. Svo til austan við bæjarvegginn rann Rangá og hafði þar raulað undir við svefn og vöku kynslóðanna, sem þarna höfðu lifað víst allt frá landnámsöld. Þarna var friður og ró og auðvelt að hlusta á „undra- raddir náttúrunnar." Guðrún á Fossi var fædd n. marz 1864, dóttir Runólfs bónda í Snotru í Þykkvabæ, Jónssonar bónda í Háarima, Guðnasonar, Daða- sonar prests í Reynisþingum, Guðmundssonar. Kona Runólfs og móði.r Guðrúnar var Katrín Stefánsdóttir frá Skinnum, komin út af sr. Filippusi Gunnarssyni í Kálfholti. Guðrún giftist 1896 Hafliða Sæmundssyni bónda á Fossi (f. 1867, d. 1937). Er ætt hans rakin í beinan karllegg til Torfa sýslumanns í Stóra-Klofa og Lofts ríka. Guðrún dó. 3. jan. 1963. 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.