Goðasteinn - 01.03.1969, Side 39

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 39
unninn úr togi, sem haft var snart, ofinn kögraður með fótvefnaði og borðinn festur neðan á tréskaft. Melkorn var mikið notað til matar í Þykkvabæ, þegar ég var að alast upp. Við þá vinnu voru alveg sömu aðferðir og við höf- um heyrt lýst austan úr Skaftafellssýslu, líka sömu orð. Matar- kornið var alltaf bakað í Tobbakoti. Gísli í Tobbakoti hafði um- sjón með því. Þar var sérstakt hús, sem kornið var bakað í, útbúið svo fjarska vel. Eldstæðið var í gólfinu og reft yfir það. Mel- stangir voru breiddar á raftana og kornið var haft þar ofan á, meðan það var að bakast. Fyrst þegar ég man til, voru engar eldspýtur til heima, svo það varð að passa eldinn vel, að hann dæi ekki. Pabbi hafði ótrú á, ef eldurinn drapst, hann hélt, að þá yrði dauðsfall á heimilinu. Ekki var hægt að komast til kirkjunnar í Háfi nema á bát; Háfs- ósar voru á leiðinni. f líkferð var það alltaf siður að syngja vers, þegar búið var að binda kistuna á líkhestinn. Annað vers var sungið, þegar komið var yfir sundvatnið og búið að setja kistuna að nýju upp á hestinn. Þegar ég var að alast upp, kunni fólkið margt af vísunum hans Einars á Jaðri í Þykkvabæ. Hann orti vísur um mömmu og systur hennar. Einu sinni var það fyrir jólin, þegar mamma var barn, að það var verið að þvo ílátin, eins og venja var, áður en hátíðin byrjaði. Mamma fann þá að því, að askurinn sinn væri ekki hreinn; það kom snemma fram hreinlætið hennar. Um þetta orti Einar: Katrín hóf upp kveinstaf sinn, kallar snjallt upp héðan: Illa er þveginn askur minn, í honum rák að neðan. í Árkvörn Vorið, þegar ég var 16 ára, kom Sigurður á Skúmsstöðum tii pabba og bað um mig fyrir vinnukonu til Þuríðar Þórðardóttur í Árkvörn í Fljótshlíð. Samdist það með þeim. Ég var þá lítt þrosk- Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.