Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 40

Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 40
uð, fremur fákunnandí til verka og víst ekki álitleg í vinnukonu- stétt. Sigurður Tómasson, fóstursonur Þuríðar, sótti mig á föstu- daginn fyrir hvítasunnu og fór með mig austur að Krossi í Land- eyjum, þar sem formaður hans bjó, Oddur Pétursson, með konu sinni, Sigríði Árnadóttur. Var þá bezta sjóveður, og fór Sigurður á sjóinn með Oddi. Ég var eftir heima hjá Sigríði. Hún hafði áður verið vinnukona í Árkvörn. Á túnbalanum neðan við bæinn var stór, þurr taðflekkur. Bað Sigríður mig nú um að rifja taðið með börnum sínum þremur, sem þá voru heima. Sagði hún mér að trutta á krakkana, svo þau yrðu vel að liði. Okkur gekk vel að rifja taðið og gengum svo tii bæjar. Sigríður spurði mig, hvað taðinu liði. ,,Mér finnst það þurrt,“ svar- aði ég. Sigríður sagði þá: „Heldurðu nú að þú getir ekki kjótlað heim fáeinum taðpokum með krökkunum?“ Ég hélt að það mætti reyna það. Fórum við svo í taðið með poka og trog. Gekk mæta vel að fylla fyrsta pokann. Sagði ég krökkunum svo að verða eftir og fylla annan poka, meðan ég bæri hinn heim í taðstál og losaði hann. Þetta gekk vel; krakkarnir fylltu hvern pokann af öðrum, en ég bar bá heim. Á furðu stuttum tíma höfðum við lokið verkinu. Varð Si.gríður alls hugar fegin og hrósaði mér mikið fyrir dugnaðinn. Sama hrós fékk ég hjá Oddi, þegar hann kom heim af sjónum um kvöldið. Við Sigurður fórum upp að Árkvörn á laugardagsnóttina og komum þangað skömmu fyrir fótaferð. Sigurður fór með mig upp í svefnhús fóstru sinnar, sem vaknaði við umganginn og reis upp á annan olnbogann. Við heilsuðum henni, og Sigurður sagði: „Hérna kem ég með nýju vinnnukonuna þína.“ Þuríður svaraði nokkuð svo spunastutt: „Kaliaðu hana ekki vinnukonu, krakkann." Sig- urður svaraði: „Hún Sigríður á Krossi bað að heilsa þér og bað mig að segja, að þarna fengirðu duglega vinnukonu.“ Ég var alin upp vtö það að vinna mikið, og ég reyndi að liggja ekki á liði mínu í Árkvörn. Þuríður sá það og mat að verðleiknn. Hjá henni var góð matarvist, og mörgum aukabitum stakk hún að mér. Hún lét mig oft standa í stiganum og lýsa sér, þegar hún fór upp á bæjardyraloft tií að ná i vinnuull. Þar átti hún ailtaf smálka í tveimur, þremur skrínum, og uppi i rjáfri hékk riklingur 38 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.