Goðasteinn - 01.03.1969, Page 41
Og smáfiskur. Hún fór aldrei svo upp á loft, að hún stingi ekki
vænan smálkabita upp úr skrínu og rétti mér.
Nóg var að starfa allan ársins hring. Þuríður kenndi mcr margt
til verka. Myndarskap hennar var viðbrugðið bæði í tóvinnu og
matargerð. Fjögur ár var ég í Árkvörn. Fyrsta haustið mitt þar
gifti Guðmundur bróðir minn sig úti í Þykkvabæ. Ég var boðin í
veizluna og fékk fararleyfi. Þá hafði ég tognað svo og þroskazt, að
sumum ætlaði að verða fullerfitt að þekkja mig.
Það var farið snemma á fætur í Árkvörn, ekki sízt um sláttinn.
Karlmennirnir fóru til sláttar þetta klukkan þrjú til fjögur á nótt-
unni til að nota rekjuna. Ég hafði það starf kvölds og morgna að
smala kvífénu, mjólka það og reka í haga. Ég fór á fætur á sjötta
tímanum og gekk þá sem leið lá upp fyrir brúnir til að leita að
ánum, og var þar ekki alltaf á vísan að róa. Fyrir kom, að mér var
vant kinda, þegar kom heim undir bæinn. Þuríður húsmóðir mín
var vön að kalla til mín upp fyrir Háamúla og spyrja, hvort vant-
aði af ánum. Svaraði ég eftir því, sem efni stóðu til. Var ekki um
annað að ræða en skilja við hópinn og keifa að nýju upp til að
leita, ef eitthvað vantaði.
Þegar heim kom, fékk ég í aukagctu matarmikla soðköku, og
var drepið ofan á hana þykkt hennar af súru smjöri. Flatkökur
voru þá aldrei bakaðar í Árkvörn handa heimafólki um sláttinn.
Fyrstu vikuna eftir fráfærur varð ég að mjólka ærnar þrjár mjaltir
í mál. Sagði Þuríður, að smjörið væri í síðustu mjöltinni. Eftir
mjaltirnar rak ég ærnar í hagann. Að því búnu fór ég að ljárakstr-
inum inn á engjar, með hrífuna í öðrum handarkrikanum, band-
hnykil í pilsvasanum og með prjónana milli handanna. Engjahey-
skapur byrjaði oft áður en búið var i túnum, og því var farið með
hrífurnar á milli. Prjónlesið, sem til varð í engjaferðunum, var
handa manninum, sem fór til haustróðra suður með sjó.
Önnur vinnukona var með mér við ljáraksturinn. Gengum við
rösklega að verki, því nóg var ljáin, þegar að henni var komið.
Tókst okkur venjulega að raka sláttumennina uppi og vorum sam-
ferða þeim heim um hádegið. Ég man, að Þuríður setti upp stór
augu, þegar við komum hcim með piltunum, fyrsta daginn, sem ég
gekk á engjar, og sagði: „Hvað, eruð þið komnar líka?“ Sigurður
Goðasteinn
39