Goðasteinn - 01.03.1969, Page 44
Það var nefnt kerjasmjör og var notað tii matar, þegar búið var
að hnoða það vel upp úr vatni til að ná úr því saltinu. Súrt skyr
með nýmjólk til útáláts var gefið til morgunmatar á vetrum, á-
samt vanga og hálfri flatköku. Gerðar voru ioo flatkökur í hverri
viku árið um kring, aldrei slakað á með það, meðan Árni og Guð-
rún bjuggu á Reynifelli. Það eina, sem húsbóndinn lagði áherzlu á
með matinn, var að passa vel tólgina. Mikið af henni var selt ár-
lega.
Regla var á öllum hlutum á Reynifelli. Það mátti ekki fleygja
hlutunum þar frá sér í hirðuleysi. Um sláttinn hafði þar hver mað-
ur sína hnappheldu, sitt beizli og sína gjörð til að girða með þófa-
reiðið, sem við höfðum á engjarnar.
Ekki hef ég verið með skemmtilegri konu en Guðrúnu á Reyni-
felli og að sama skapi var hún fróð og vel gefin. Hún var hrókur
alls fagnaðar og hélt uppi glaðværð á heimilinu. Kæmi það fyrir,
að þögn væri við rokkana, var Guðrún vís til að segja: „Við skulum
geta gátur eða setja í horn, við getum unnið fyrir því.“ Á vökun-
um skorti heldur ekki að lesið væri hátt úr sögubókum eða kveðnar
rímur til skemmtunar fólkinu.
Þrjú heimili voru skóli minn, æskuheimilið, Árkvörn og Reyni-
fell, og að þeim hef ég búið fram á þennan dag. Oft hefur róður-
inn verið þungur, en allt hefur flotazt, og nú í lokin lít ég til baka
þakklát við guð og menn.
42
Goðasteinn