Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 48

Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 48
Gamlabænum, Efri-Fljótum og Króki sóknarpresti sínum, séra Jóni Bjarnasyni í Efri-Ey, þar sem þeir tjá honum ,,sín stóru vand- ræði með að sækja kirkju að Langholti, svo varla má kalla að til kirkju verði farið, nema þegar lengstur og beztur er dagur, og það með því móti, að fulltíða karlmenn séu í ferðinni, þar er varla má heita fært fyrir kvenfólk og unglinga að fara fylgdarlaust yfir Eld- vatnið, en sem er eitthvert með viðsjálli vötnum hér eystra. Eld- vatn þetta lengir líka kirkjuveg vorn um fullan þriðjung fyrir vont og torsótt hraunnef. Þar við bætist líka, að vaðið yfir Eldvatnið liggur langt frá öllum bæjum vorum, svo einlægt er sú vá fyrir dyrum, að spurningabörn drukkni í því, þegar ekki geta fylgt þeim góðir vatnamenn.“ Þeir biðja stiftsyfirvöldin um að flytja hina nýju kirkju, sem hér eigi að byggja, frá Langholti að Hnausum, og benda á, að ef kirkjan yrði endurreist á Hnausum, þyrftu þeir ekki að fara með hesta sína yfir Eidvatnið, „því þá getum vér átt ferju rétt hjá kirkjunni." Séra Jón Bjarnason hefur auðsjáanlega viljað verða við bón þessara sóknarbarna sinna. Hann skrifar amtmanni sama dag, 16. marz 1859, og segir þar: „Einhver bezti hluti sóknarinnar er úti- lokaður að kalla frá allri opinberri guðsþjónustu mikinn hluta árs. Úr öllum vesturhluta sóknarinnar eru allar torfærur úti, þegar kom- ið er að Langholti, sem þó ekki lengja veginn, og örðugleikinn, sem bætist við suma þeirra, er meðal bæjarleið af þurrum og slétt- um vegi. Aftur er hægara og styttra fyrir marga sóknarmenn að sækja kirkju að Hnausum en að Langholti." Hann gerir lítið úr sandhættu á Hnausum, en sandágangur var hér stórkostlegur þessi ár. Hann lýkur bréfi sínu á þessa leið: „En mikið er þar fegra og þurrlendara kirkjustæði en á Langholti, þar að auki, verða aldrei og ekki einu sinni í mestu þurrkatíð, grafin lík löglega að dýpt að Langholti fyrir vatni í kirkjugarði, og þar verður ekki breytt til batnaðar." Bréfinu fylgir vottorð undirritað af honum sjálfum, Sverri Bjarnasyni og Þormari Jónssyni, „um að lík verði ekki grafin dýpra en hér um bil tvær álnir, því kisturnar kast- ast þeim mun meira upp sé dýpra grafið.“ Prófasturinn, séra Páll Pálsson í Hörgsdal, fær bréfið í hendur. Hann skrifar stiftsyfirvöldunum 18. apríl. Hann er á öðru máli. 46 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.