Goðasteinn - 01.03.1969, Page 62

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 62
yfir taki seinni hluta eins góðveðurdags vorið 1941, er fjöldalcstir brúngrárra brynvagna flæða hver eftir aðra suður heiðina, þar sem slegið er tjöldum, svo næstu daga sýndist fljótt á litið, sem mikill hluti heiðarinnar væri orðin ein tjaldborg. Seinna risu hér upp hinir svonefndu braggar, sem allir þekkja nú. Þeir voru settir, að því er virtist, af handahófi um alla heiði, þar til hún var að mestu samfellt athafnasvæði flugvallargerðar og skotæfinga, einkum stór- skota, með öllum þeim tryllitækjum og hávaða, sem því fylgdi. Þar var engu lífi öryggi búið, er nærri kom, en landið sjálft sundurtætt og rifið. Þess bíður það seint eða aldrei bætur. Fjöllin sjálf eru nú sundurtætt og rifin og horfa holum tóttum yfir viðurstyggð eyði- leggingarinnar, svo sem Stapafell og Súlur, en Háaleiti er með öllu þurrkað út og mófuglalíf allt að mestu horfið. Til undantekninga telst, ef heyrist í einni og einni lóu eða spóa um hásumarið. Þannig cr myndin í dag, næsta ólík því, sem var 1927 og þar áður. Ef til vill hafa hollvættir Hafnaheiðar verið að spila sitt síðasta lag í miðsvetrarkyrrðinni 1927. Maður spyr og spyr en skilur svo sára- lítið. Orðsending til kaupenda Goðasteins Sakir vaxandi útgáfukostnaðar neyðumst við til að hækka árgjald upp í kr. 150,00. Biðjum ykkur að virða okkur þetta til vorkunnar og senda greiðslu sem áður með góðum skil- um. Fyrir þá, scm fá ritið í pósti, er heppilegast að senda ár- gjaldið með póstávísun. Eyðublað fylgir. Þökkum ágæt kynni á liðnum árum og sendum ykkur öll- um árnaðaróskir. Útgefendur .-------------------------------------------------------------- 60 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.