Goðasteinn - 01.03.1969, Side 68

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 68
þeim hreyft, og lengi munu sumir veggirnir standa og bera vitni um starfshæfni og dugnað Hallgríms Bjarnasonar. Bær Markúsar Loftssonar stóð nokkru hærra og austar í túninu. Má þar enn sjá húsarústirnar, þó allt grjót væri flutt úr þeim. Sá bær stóð á þeim stað 156 ár. Af því, sem hér hefir verið sagt, vona ég, að hver sem les, geti - ef hann kemur í Hjörleifshöfða - fundið bæjarstæði Ölvis land- námsmanns og bæjarstæðin tvö uppi á Höfðanum. Höfundur þessa þáttar, Kjartan Leifur Markússon, er lesendum Goðasteins að góðu kunnur. Hann dó 15. sept. 1964, sbr. Goðasteinn, 1. hefti 1965, bls. 41-42. Leiðréttingar Þrjár mcinlegar villur hafa orðið í prentun ljóðsins Ása-Þór eftir Hclga Hannesson frá Sumarliðabæ, er birtist í síðasta hefti Goða- steins, bls. 57-58. í fimmta vísuorði fyrstu vísu skal vera felu/n í stað fólum. í fjórðu vísu skal fjórða vísuorð vera: Versti fjandi gnðarmaka. í sjöttu vísu skal fimmta vísuorð vera: Mörg af vænstu verkum landans. Goðasteinn biður höfund velvirðingar á þessum glöpum, og lesendur biður hann að leiðrétta ljóð Helga í umgetnu hcfti samkvæmt þessu. 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.