Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 78

Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 78
anna. Þarna er það, sem safnvörðurinn í byggðasafninu mætir einum vanda sínum. Hvað á hann að gera, þegar góðviljaður maður sendir eða kemur færandi hendi með forngrip, e. t. v. fyrir skömmu eða löngu jarðfundinn, og óskar þess, að heimasafn hans varðveiti eða ekkert ella? Starf safnvarðar og mat á í senn að mæta dómi samtíðar og framtíðar. Einu sinni var landssafn Is- lendinga úti í Kaupmannahöfn, og engum þótti neitt athugavert við að senda þangað forna dýrgripi þjóðarinnar. Seinna eignuðumst við Þjóðminjasafn, sem aldargamalt sá börn sín, byggðasöfn, vera að vaxa úr grasi. Ekkert safn fer í launkofa með þá gripi, sem það hýsir. Því er mér engin launung á um elztu gripi byggðasafnsins í Skógum. Nokkrar ljósakolur úr steini geta verið frá fornöld eða mið- öldum, þó líklega hafi notkun þeirra þekkzt fram um aldamótin 1800. Sama máli gegnir um aldur margra snældusnúða úr steini. Sumir þeirra eru án vafa frá fornöld, en dæmi þekkjast þó um notkun þeirra í tóskap fram á síðustu öld (árenningur, þráðar- snælda). Frá eyðibýlinu Lundi í Fljótshverfi varðveitir byggðasafnið a. m. k. tvo merka hluti: hverfistein og beltissprota úr málmi, lag- ]ega skreyttan. Hverfisteinninn - ef hverfistein skyldi kalla - er aðeins um 5 cm í þvermál. Erlingur Filippusson grasalæknir í Rcykjavík hafði lengi geymt hann í hirzlu sinni, cr Skógasafn hrcppti hann að gjöf. Beltissprotann gaf Jón Sigmundsson á Núp- um í Fljótshverfi og hafði sjálfur fundið hann í Lundi í byrjun þessarar aldar. Lundur mun hafa farið í eyði um 1400 og má af því marka aldur þessara gripa. Steðjaeign Skógasafns er góð og áhugaverð. Þrír steðjar eru þar sérstæðir og ólíkir hver öðrum, steðji frá Arnarhóli í Landeyjum, nefndur „steðjinn hans Þorgeirs Skorargeirs“, steðji frá Hamra- görðum undir Eyjafjöllum og steðji frá Bollakoti í Fljótshlíð. Steðj- inn hans Þorgeirs Skorargeirs, sem skal vera gamli staðarsteðjinn í Holti, á - að því er ég bezt veit - engan jafningja á Islandi. Hann virðist eiga nokkra samstöðu með steðja á alþekktri norskri tréskurðarmynd frá stafakirkjunni að Hylestað í Noregi frá um 1200, myndinni af smiðnum og manninum, sem blæs belginn. 76 Goðasteimi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.