Goðasteinn - 01.03.1969, Side 81

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 81
Guðjón Þorsteinsson frá Berustöðum: Minningar Framh. frá síðasta hefti Við fórum á hestbak um helgar, að Hofi og einnig í Bæjar- staðaskóg. Þar eru mjög falleg tré, há og beinvaxin. Það var komið fram í ágústmánuð, og nú átti að fara í aðalútreiðartúrinn, ferð- inni heitið austur í Ingólfshöfða. Við vorum níu, sem vorum búin að leggja á hestana. Stakk þá einn bræðranna upp á því, að ég færi á bak fola, sem var lítt taminn og ódæll í tamningu. Gerðist það þá, að ég datt af baki og kom illa niður. Finn ég, að ég er eitthvað meiddur cn get þó komizt inn í bæ, en er ekki ferðafær, og er þar með búinn sá útreiðartúr; enginn vildi fara, af því að ég slitna úr lestinni. Ég lá í hálfan mánuð og gekk illa að batna. Eng- inn var læknir á staðnum, og ekki var hugsað neitt um að ná í hann. Það kom í ljós, þegar frá leið, að ég hafði lífbeinsbrotnað. Var ég lengi að verða góður eftir þessa byltu. Ég átti vont með að vinna og fór þess vegna að hugsa um að fara að Rauðalæk, þeg- ar komið var fram í miðjan september. Varð ég að fara á hestum að Klaustri, og ef ég hefði vitað þá, að ég væri lífbeinsbrotinn, hefði það ckki verið talið áhættulaust. Ég átti vont með að sitja á hestinum, en af því að það var farið hægt og hesturinn þægi- legur, þá heppnaðist þetta. Goðasteinn 79

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.