Goðasteinn - 01.03.1969, Side 86

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 86
hreppi. Sigurður starfar sem trésmiður í Reykjavík, Bjarnhéðinn sem vélsmiður á Hellu. Pálmar sonur minn stundar nú nám í Kenn- araskólanum í Reykjavík. Æviþætti mínum læt ég svo lokið með kveðju og þökk til sam- ferðamanna minna. Hinn ágæti höfundur þessa æyiþáttar, Guðjón Þorsteinsson, andaðist 4. ágúst 1968. Goðasteinn kveður hann með virðingu og þökk. Guðjónsminni 22. febrúar 1958 Hvort sem hús þitt er hátt eða hreysi þitt lágt, varðar mestu um þann mátt, er markar brautina hátt - - að þitt brjóst beiti líkn, að þinn bróðir sé síkn, að þú léttir þeim þraut, sem þjaka ýms bönd, veltir völu úr braut fyrir vinnandi hönd. Þannig lízt mér þín leið, þannig lít ég þitt starf, þína trúmennsku og tryggð taki börnin í arf. Sr. Sigurður Haukdal 84 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.