Goðasteinn - 01.03.1969, Side 88

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 88
En Hansensfólkiá hafði ráð á að eiga beztu iaxveiðiá landsins scr til skemmtunar. Það mátti nú segja, að lánið léki við það fólk. Samt hafði gamli Hansen verið blásnauður unglingur, þegar hann kom til landsins og gerðist búðarloka þarna í kaupstaðnum. En hann var bráðduglegur og útsjónarsamur og byrjaði snemma að standa á eigin fótum. Hann fékkst við margs konar rekstur, svo sem útgerð, fiskverkun, verzlun og ýmis konar viðskipti heima fyrir og út á við. Hann fékk dóttur gamla hreppstjórans fyrir konu og þau áttu saman mörg og mannvænleg börn, sem að dugnaði og framtakssemi líktust föður sínum, einkum þó synirnir. Nú var Hansensfólkið fyrir löngu flutt burt af þessum slóðum og fjölskyldufaðirinn og þó einkum synirnir, sem voru orðnir harð- fullorðnir menn, áttu stórfyrirtæki og ráku fjölþætt viðskipti í höfuðborginni og áttu jafnvel töluverð ítök í útlöndum bæði austan hafs og vestan. Já; það mátti nú segja, að lánið léki við Hansens- fólkið. Og þótt þetta fólk væri flutt burt fyrir löngu, þá fór það samt aldrei til fulls. Enn áttu þeir feðgar verzlun og frystihús í kaupstaðn- um, og ána áttu þeir, þessa miklu veiðiá. Á einum fegursta staðn- um við hana, í grænum hvammi undir sviphreinum stuðlabergs- hömrum, var risið veiðimannahús í bjálkakofastíl úr villta vestr- inu. Þar sá nú fólkið í sveitinni bláan reyk liðast upp úr múr- pípu flesta góðviðrisdaga sumarsins og sportklædda Hansena og gesti þeirra spígspora upp og niður með ánni með reiddar veiði- ctengur af fullkomnusu gerð, renna í beztu hyljunum, Fosshyl, Brúarhyl og Gullhyl og hvað þcir hétu nú allir saman, og draga silfurhvíta stórlaxa á land einn af öðrum. Það var líka oft glatt á hjalla í veiðihúsinu á kvöldin eftir vel heppnaðan veiðidag. Þar hlóu menn hátt, töluðu erlendar tungur og spöruðu hvergi veizlu- föng, enda af miklu að taka. Hinir raunverulegu íbúar sveitarinnar horfðu á þessar aðfarir með nokkurri öfund, en fengu ekki að gert. Þeim var bönnuð öll vciði í Langá og jafnvel amazt við óþarfa mannaferð um bakka hennar. Stór og sterklegur veiðivörður, hann Pétur Hallgrímsson, rauðskeggjað heljarmenni, sem áður hafði verið verkstjóri í frysti- húsinu, hafði auga á hverjum fingri og gætti vel árinnar fyrir þá 86 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.