Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 89

Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 89
feðga, húsbændur sína. En þrátt fyrir vakandi auga og stranga vörzlu Péturs, var ekki örgrannt um, að einhverjum strákum í sveitinni hefði tekizt að setja í lax og ná á land, án þess að eftir væri tekið. Auðvitað vissi enginn fyrir víst, hvað var satt eða logið í sögum þessum, er gengu manna á meðal til skemmtunar í sveitinni, þegar ekki var annað til að segja í fréttum. Svo kom nýi mjólkurbílstjórinn til sögunnar og eftir það þóttust menn vissir um að einokun Hansensfeðga á Langá væri ekki svo algjör sem áður. Sigurður mjóikurbílstjóri var að norðan, búfræð- ingur að mennt, knálegur piltur, sterkur og liðugur, lagtækur og ráðagóður, kvennagull hið mesta og söng undir stýri. Hann var fæddur veiðimaður og átti ágæta stöng, sem hann notaði gjarna, þegar tækifæri gafst. Það var komið fram í ágúst og tekið að bregða birtu á kvöldin. Ýmsir höfðu orð á því, að nýi mjólkurbílstjórinn væri stundum óeðlilega lengi við ána, en þangað brá hann sér oft eftir vinnu til að þvo farartækið, því að hann var mikill hirðumaður. Nokkr- um sinnum hafði hann séð Pétur veiðivörð tilsýndar með ánni, en ekki hafði fundum þeirra borið saman. Sigurður bílstjóri átti marga ánægjustund við ána og þeir voru orðnir þó nokkrir laxarnir, sem hann hafði veitt þar á stöngina góðu, án þess að margir vissu um. Var hann harla glaður yfir, því að hann var frjálslyndur og þoldi illa einokun fárra manna á svo gjöfulu vatnsfalli. Svo var það kyrrlátt ágústkvöld, að freistingin sótti á Sigurð, þar sem hann að afloknum vinnudegi var að þvo bílinn við ána. Hann gekk í hægðum sínum upp að Brúarhyl, setti saman stöngina undir brúnni, þar scm lítið bar á, og hóf að veiða. Allt var kyrrt og hljótt, varla kvak frá fugli í móunum í kring og hvergi mannaferð að sjá. Hann uggði ekki að sér, enda náði veiðigleðin brátt tökum á honum. Laxinn var við og á skammri stundu fékk hann tvo dávæna fiska. Hann kastaði enn á ný nokkrum sinnum. Kannski var ekki meira að hafa í þctta skiptið. Jú, bíddu við, taut- aði hann. Enn var komið á hjá honum. Stærðar lax dró út lín- una með ofsahraða, svo að söng í hjólinu og stöngin titraði öll. En brátt róaðist þessi mikli fiskur og Sigurður tók að þreyta hann með varúð og lagni. Goðasteinn 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.