Goðasteinn - 01.09.1969, Page 40

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 40
eftir hóflcgan tíma miðað við vcgalengd. Þar tók ísleifur á móti okkur. Drukkum við kaffi í lítilii stofu í húsi hans, sem komið var vei til ára. Eitt sinn hafði verið kennt börnum í þessari stofu. Hafði m. a .Ólafur Gunnarsson, síðar sálfræðingur, kennt þar cinn vetur. Hlýtur að hafa verið býsna þröngt á þingi þar, en cinhvern veginn blessaðist þetta allt saman. Þá athugaði ég hús- næði á hinum bænum í Drangshlíð, scm mér stóð til boða fyrir mig og fjölskylduna. Var það ein stofa á efri hæð hússins, 14 metrar að flatarmáli. Auk þessa stóð til boða að fá aðgang að cldhúsi, geymslu, baði og þvottahúsi. Allt skyldi þetta gilda 250 krónur á mánuði. Leizt mér plássið allgott, þó þröngt væri, ákvað fyrir mína parta að taka það. En þá var eftir að líta á væntan- lcgt kcnnsluhúsnæði. Var það á næsta bæ, í Skarðshlíð. Svo stóðu nú málin, að ekkert sérstakt skólahús var til í hreppnum. Hafði frá upphafi skólaskyldu eða fræðslulaga (1907), verið kcnnt á hinum og þessum bæjum, eins og víðast tíðkaðist í sveitum, cn nokkur síðustu árin hafði verið kennt í litla samkomuhúsinu á staðnum, cn var nú ekki talið lengur boðlegt til skólahalds. Þá hittist svo á, að sonur Jóns oddvita Hjörleifssonar í Skarðshlíð, Sveinn, var að byggja íbúðarhús á nýbýli sínu úr jörð föður síns. Hafði hann lokið innréttingum á neðri hæð hússins, þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni, cn efri hæðin var einn geimur. Tók nú skólanefndin það ráð að taka þetta húsnæði á leigu til þriggja ára og greiddi fyriríram. Skyldi ieigusali leggja línóleum á gólf cn hvítta veggi mcð „snowcem“. Þcgar okkur félaga bar að með Isleif í broddi fylkingar, var ckki enn búið að gera þessar endur- bætur á húsnæðinu. Fór ég nú að litast um í væntanlegri skóla- stofu. Þctta var heljargcimur. Gluggar tvcir voru á stöfnum, móti suðri og norðri. Þakgluggi einn var svo til suðurs. Þrjú ijósastæði í lofti, cn perur engar. Var gert ráð fyrir, að kennt yrði í dagsbirtu, jafnvcl í svartasta skammdeginu. Mér leizt auð- vitað ckki alls kostar á kennslustaðinn. En ég var ákveðinn að takast á ný á hendur kennslustörf. Ég vissi, að húsnæðið var ckki allt, fleira kæmi til. Ef nemendurnir yrðu geðfelldir og dug- legir við námið, mundu ytri örðugleikar flýja og verða að cngu. Lauk nú hcimsókninni, og haldið var á ný til Hvolsvallar. Þang- 38 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.