Goðasteinn - 01.09.1969, Side 48

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 48
cftir sig margvísleg mannvirki hjá öðrurn menningarþjóðum. Hjá okkur er því ekki að heilsa. Hægt cr að ferðast hér svo sveit úr svcit, að ckkert bcri fyrir augu í fljótu bragði, er minni á nema svo sem aldarlanga þjóðarsögu. Einstaka torfkofi hangir ef til vill uppi á stöku stað við bæi eða í nánd þeirra, en víðast eru öll hús frá þessari öld. Svo rammt er að þessari breytingu kveðið, að við liggur, að ein bændakynslóð sé búin að byggja tvisvar, þrisvar upp öll hús á sömu jörðinni. Þctta er afrek, en þó ekki cins að- dáunarvcrt og strit horfinna kynslóða við húsabætur, húsabætur, scm aldrei tóku enda í búskapartíð hvcrs bónda. Vor og haust var unnið að því að endurbyggja cða hressa við einhvcr hús á bænum. Vandlega hlaðnir veggir snöruðust fyrr en varði. Grjót skorti ckki til veggjagerðar, en efni til að binda það varanlcga var ekki fyrir hendi og því stendur naumast hér steinn yfir steini frá fortíð. Tunga og þjóðleg menning eru haldvitni okkar um það, að hér búi þó gömul þjóð með mikla örlagasögu. En crum við þá gersnauð að söguminjum á víðavangi? Fjarri fcr því. Hvergi cr liægt að fara svo um gamlar byggðir, að ekki gægist gömul garðbrot og gamlar húsarústir upp úr yfirborði Landsins, cn oftast erum við svo hraðfara, að við gefum þeim engan gaum. Bóndinn, sem á landið, hefur þessar minjar for- tíðar oft fyrir augum, en hvcrs virði eru þær fyrir hann? Hefur hann nokkrar skyldur gagnvart því lífi, sem þarna hefur verið lifað, gagnvart þeirri sögu, sem þarna býr í mold? Hefur hann nokkrar skyldur nema, gagnvart því kalli að sjá sér og sínum borgið? Og það kall heimtar ný hús og víðari túnvelli. Kannske er gamla rústin einmitt þar, scm nýtt hús á að rísa, cða til baga fyrir vinnuvélarnar, sem fara eiga um túnið, og hver er þá réttur hennar? Skiptir þá nokkru máli, þó þarna fari ör- nefni eða saga forgörðum? Skiptir nolrkru máli, hvar gamli bónd- inn átti sér akurgerði, kvíar eða stekk, lrvar krossgarðurinn var til skjóls fyrir búfénað í hrakviðrum, hvernig bærinn hans var að húsaskipun? Varla að það skipti máli, hvar hann var lagður til hinztu hvíldar með skylduiiði sínu. Kirkjugarðarnir í landi víðáttunnar eru e.t.v. í vegi fyrir mann- virkjum nútímans og þá er jarðýta hagkvæm við að ýta þeirri 46 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.