Goðasteinn - 01.09.1969, Page 53

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 53
Helgi frá Svínanesi segir frá Jóhannes póstur var vinnumaður hjá Torfa í Ólafsdal fleiri ár, og hafði Torfi miklar mætur á honum. Jóhannes fór mikið í að- dráttarferðir fyrir Torfa, út um Saurbæ og. víðar og sá um hirð- ingu á áburðar- og dráttarhestunum í Ólafsdal. Haust eitt fór Jóhannes í aðdráttarferð út í Saurbæ og kom heim í myrkri um kvöldið. Lagði hann leið sína fyrst inn í hest- húsið og sá, að dráttarhestar Torfa stóðu þar hlið við hlið, sinn á hvorum bás. Þessu næst fór Jóhannes upp í hlöðu að sækja hey og lokaði hesthúsinu á eftir sér. Að vörmu spori kom hann til baka mcð heyið og hélt að nýju inn í hesthúsið, en þá brá honum illa í brún; annar hesturinn var horfinn af básnum sín- >’tP.. Sneri Jóhannes þegar út og fór upp um allar þúfur til að leita að klárnum en grillti hvergi í hann. Kom hann heim leiður í skapi og eins og utan við sig. Hitti hann þá Torfa. Sá hann, að þungt var yfir Jóhannesi og sagði: „Gengur nokkuð að þér, Jói minn, þú er svo daufur í bragði?“ „Já, mér þykir það skrýtið," sagði Jóhannes, „að hestarnir, sem verið var að vinna með í dag, voru báðir á básunum sínum áðan, en nú er annar - sem hann tiltók - horfinn úr húsinu.“ Þá sagði Torfi: „Ekki er ég að rengja þig, Jói minn, en það hittist nú svo á, að þegar verið var að plægja í dag, þá slasaðist annar hesturinn svo, að það varð að lóga honum, og húðin og kjötið af honum er inni í skemmu.“ Frá mínum búskap hef ég þessa sögu: Einu sinni var ljóm- andi góð tíð um sumarmálin, svo ég sleppti fénu inn á Hlíð, þar scm þá var góð beit og skjólsamt í skóginum. Rétt á eftir gerði Goðasteinn 51

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.