Goðasteinn - 01.09.1969, Side 83

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 83
sömum foreldrum. Sagði hann mér, að sér fyndist bernska sín hafa mcst verið bjart sólskin. Segja má, að honum hafi í einu vctfangi verið svipt frá bernsku til vanda og ábyrgðar fullorðins- ára, cr hann þrettán ára að aldri missti móður sína og ungan bróður á sama degi og föður sinn tæpum tveimur árunt síðar. Þaðan af varð hann cinn að ráða fram úr vandamálunt æsku og uppvaxtar. Jón giftist 1906 Jónínu Sigurðardóttur frá Hagakoti í Holtum, cn skömm varð samvera þeirra. Dó Jónína 1912. Tvcimur árum síðar giftist Jón Steinunni Loftsdóttur frá Stúfholti, og bjuggu þau allan sinn búskap á Lækjarbotnum við barnalán og mannhylli. Steinunn dó 1958. Jón byrjaði búskap fátækur að fé en ríkur aö tápi og góðum vilja. Hann barðist sigursælli baráttu til þess að verða meir cn bjargálna bóndi, sem sá mönnum og málleysingjum vel borgið og rækti vel allar skyldur við sveit og þjóðfélag. Vinum sínum var hann heill og hollráður, sleit aldrei tryggð, sem tekin var í garð góðra manna. Mcð fögnuði rækti hann hið forna boðorð um skyldurnar við gest og gangandi. Fræðari var hann meiri en flestir aðrir í bændastétt, ríkur að þckkingu á liðinni tíð og alltaf búinn þess að láta 'hana öðrum í té, er þrá höfðu til að hlusta og nema. Þcssi vinur minn stóð ckki óstuddur í lífsins hörðu baráttu. Hann átti að fagna ást og dug tveggja góðra kvenna og ágætra barna. Hann þekkti sorgina ekki síður en gleðina, en sorgin bug- aði hann ekki, og hann gekk óskelfdur móti örlögum sínum. Leiðir okkar Jóns á Lækjarbotnum lágu þá fyrst saman, cr hann var orðinn gamall maður. Milli okkar skildu mörg ár og mjög ólík lífsreynsla. Eigi að síður eignaðist ég í honum cinn minn bezta vin. Ég naut þeirrar ánægju að fá hann sem gest á heimili mitt, og þar hafa kornið fáir betri cn hinn lífsglaði, fjöl- vitri maður. Fáa gat skemmtilegri í samræðu. Þar var af nógu efni að taka í nútíð og fortíð. Jón fylgdist vel með öllu, sem gerðist í samtíð hans, og átti sínar ákveðnu skoðanir, mótaðar af hans eigin glöggskyggna mati. Miklu meir féll þó ræða okkar í farveg fornra þjóðhátta, og til Jóns sótti ég mörg fræði varðandi líf liðinna kynslóða í Land- Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.