Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 10

Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 10
sneri upp og fram. Timburþil var á mótum bæjardyra og eldhúss. Frá því lá timburstokkur inn að hlóðunum, nefndur undirblástur. Hann var með loku, sem hægt var að stilla eftir þörfum. Hlóð- irnar voru á vinstri hönd, út við vegg, er inn var komið, og voru með tveimur eldstæðum. Hlóðasteinar voru notaðir undir pottana, fyrst, er ég man frá að segja, en síðar voru smíðaðir þrífætur úr járni í stað þeirra. Taðstál var sérstakt hús austur frá eldhúsi. Norðan við skemmuna var fjósið, 14 kúa, fyrst með grjótflór, síðar með timburflór. Hjá fjósinu var kofi, sem notaður var sem taðhús að sumri og framan af vetri en síðan sem tryppakofi. Hjallur var austastur húsa, með torfveggjum og rimlaþili í bak og fyrir. Þar voru geymdir ýmsir búshlutir, reipi og fleira. Norðan við bæinn var heygarður með nokkrum heystæðum. Þar var sett í stóra samfellu á hverju sumri. HVERSDAGSSTÖRFIN Sjaldan voru færri í heimili í Hala en 17-20 manns, svo mikils þurfti við í aðdráttum og vinnu. Vinnuskipting var hjá konum frá hausti og fram að vetrarvertíð. I eldhúsi var þá skipzt á með vinnu. Engin kona var þá nema eina viku í mánuði í eldhúsi og kom þá viku ekki nærri mjöltum. Með vertíð tók Jóhanna móður- systir ein við eldhúsverkum og annaðist þau fram að hausti. Konur urðu að taka að sér gegningar um vertíð, og voryrkjur og sláttur gáfu þeim nóg að starfa fram eftir sumrinu. Eftir réttir, þegar búið var að slátra, fóru karlmenn að raka gærurnar en kvenfólkið að undirbúa tóvinnuna. Vanalega voru átta rokkar að verki á gólfinu, framan af vetri, kvöld og morgna. Gömul heimiliskona, Margrét Brandsdóttir frá Parti, vann alla sjóvettlinga. Á útmánuðum vann hún í og prjónaði togsokka, sem voru notaðir sem engjasokkar. Vatnið hripaði fljótt úr þeim, og því þóttu þeir hlýrri og að öllu betri en þelsokkar. Þórunn systir mín fór út á Eyrarbakka 1892 til að læra að prjóna á prjónavél. Valgerður Gísladóttir kenndi henni það í kaupmannshúsinu. Þá kom prjónavél á heimili okkar. Á hana var prjónað flest, sem heimilið þurfti á að halda og ákaflega mikið fyrir heimili úr nágrannabyggðum, allt austan úr Land- 8 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.