Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 25
konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Ekkcrt veit ég um Jórr þennan, en bróðir
hans var Stefán í Hörgslandskoti, f. 1797, d. 1861.
c. Jón Loftsson, f. 1799, sonur Lofts Jónssonar, sem bjó í Hlíð 1801, seinna
á Miðhúsum í Hvolhreppi og síðast á Ljótarstöðum og konu hans Guðrúnar
(cldri) Þorsteinsdóttur á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar. Ekkcrt
vcit ég um Jón þennan, en systkini átti hann nokkur. Eitt þeirra var Ingi-
björg kona Gísla „búmanns“ er síðast bjó á Gíslastöðum í Grímsnesi.
12. Um Guðmund þennan veit ég ekki.
13. Snorri Sœmundsson, f. 1800, d. 27. júlí 1844, bróðir síra Einars í Staf-
holti (6). Hann var prestur á Desjarmýri, kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur, ætt-
aðri úr Selvogi. Ekki munu niðjar þeirra í Skaftártungu.
14. „Glaðvær Svcinn“. Um hann vcit ég ekkert (ncma ef Sveinn eigi að
skrifast með litlum upphafsstaf og Snorri prestur á Desjamýri hafi verið glað-
vær sveinn).
15. Gunnsteinn Runólfsson, f. 1800, d. 8. nóv. 1881, er sonur Runólfs Gun'n-
steinssonar í Hvammi og Sigríðar Jónsdóttur, konu hans og bróðir Oddnýjar
konu Jóns á Búlandi (2). Hann bjá á ýmsum stöðum í Skaftártun'gu, Álftaveri
og síðast í Kcrlingardal í Mýrdal. Kon'a hans var Ragnhddur Jónsdóttir á
Undirhrauni í Mcðallandi, Jónssonar. Þau áttu mörg börn. í Skaftártungu munu
nú búa þessir nðjar þcirra: Áslaug á Snæbýli og synir hcnnar, Björg í Hemru,
Sigurbjörg á Borgarfelli og bræðurnir frá Hvammi, Bárður og Sigurjón.
16. Þórhalli Runólfsson, f. 1799, d. 17. ágúst 1870, bróðir Gunnsteins (15.).
Bjó fyrst í Ytri Ásum en seinna í Mörk á Síðu. Kona hans var Þuríður Jóns-
dóttir frá Hlíð. - Þau eiga marga afkomendur, en enginn þeirra mun' nú í
Skaftártungu. Sonardóttir þeirra var Þuríður Runólfsdóttir, f. 1868, d. 1960,
kona Ásmundar Davíðssonar frá Rauðabcrgi, f. 1860, d. 1936.
17. Bergþór. Veit ekki um hann.
18.Steinn Bjarnason, f. 1794, er sonur Bjarna GuniTsteinssonar í Ytri Ásum
og Borgarfelii og konu hans Guðrúnar Steinsdóttur frá Hunkubökkum. - Bjó
á Borgarfelli eftir föður sinn. Kona hans var Vigdís Jónsdóttir systir Ragnhildar
kon'u Gunnsteins frá Hvammi (15.). Eitt af börnum Steins og Vigdísar var
Guðrún langamma Báðar í Hemru, Sigurjóns á Borgarfelli, Bárðar í Hvammi
og Sigurrósar Han'nesdóttur konu hans.
19. Einar Sæmundsson (yngri), f. 1805, bróðir Einars (6) og Snorra (13). -
Hattagerðarmaður í Reykjavík. Sonarsonur hans var Einar E. Sæmundsen skóg-
arvörður og rithöfundur í Reykjavík, f. 1885.
20. Jón. - Einn þeirra Jóna sem getið er við 10 og 11.
21. „Magnús orkusnar“ mun vera Magnús Jónsson, f. 1804, d. 18. apríl 1835,
bróðir Odds í Þykkvabæ (5). Hann bjó síðast í Mörk á Síðu. Kona hans var
Kristín Teitsdóttir, systir Matthildar fyrri konu Páls iPálssonar prófasts í Hörgs-
dal. Meðal barna þeirra var Jón í Dalshöfða, langafi systkinanna á Seljalandi
í Fljótshverfi - og Þórarinn í Þykkvabæ (f. 1831) afi Þórarins Helgasonar
bónda í Þykkvabæ.
Goðasteinn
23