Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 14

Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 14
Á sumrin var stundum tekinn nýmjólkurostur en oftar undan- rennuostur með nokkru af nýmjólk. Þeir voru pressaðir í osta- byðu undir hlemmi og fargi. Sáð var salti ofan á osta, sem áttu að geymast. Þeim var raðað á fjalir úti í hjalli, þar sem þeir voru þurrkaðir hæfilega. Þeir voru bornir inn í bæ, þegar leið á sumar, og geymdir þar á geymslulofti og hillum í búri. Þetta voru allt hleypostar, en einnig var tekið mikið af ystum ostum. Mysu- ostar voru soðnir úr ostmysu. Alltaf var strokkað tvisvar á dag fyrst eftir fráfærur. Veiðiskapur í vötnum var mikið stundaður í Hala og var karlmönnunum vel að skapi. Ekki var fengizt við hann nema í góðu veðri. Veitt var í lagnet í Háfsósum og farið á báti að vitja um þau. Mikill afli fékkst líka oft inni í Kálfalæk frá því um miðjan slátt og fram á réttir. Við Sigríður systir vorum oft til hjálpar við veiðiskapinn í Ósunum, rerum undir, meðan vitjað var um netin. Ekki þótti mér sérstaklega gaman að fara í veiði þetta klukkan fjögur og fimm að nóttu. 1 veiðiferðum með Hannesi uppeldisbróður mömmu varð ég að taka trossuna upp í bátinn, en Hannes hamlaði með netunum, meðan ég tók netin upp í bátinn, og reri þau síðan út; hann var þá orðinn bakveikur og þoldi ekki bisið við netin. Netalagnir okkar náðu allt út að Ártanga við Þjórsá, þar sem opið haf var suður undan. Pabbi vitjaði oft um netin inni í Kálfalæk og hafði Sigríði systur cinatt sér til hjálpar. Þannig vöndumst við systurnar fljótt við vosið í vötnunum, og á vertíðinni ferjuðum við oft fólk yfir Ósana, sem alltaf voru sundvatn, aðeins misjafnlega mikið. Veiðin gaf mikla björg í bú, tii daglegra nota á sumrin og til vetrarforða. Var stór og fallegur sjóbirtingur saltaður niður í tunnur á hverju sumri. Selveiði var stunduð í Þjórsá, oft með góðum árangri, og var selur þá einnig saltaður í tunnur og geymd- ur til langs tíma. Selshreifar þóttu hnossgæti upp úr súru. Engjavegur var langur í Hala, inn undir Frakkavatn, meðfram Steinslæk og svo fram í Vatnsbug. Með rembingi var hægt að fara tvær til þrjár ferðir á dag með heyband, þar sem lengst var að fara. Var þá farið ofan klukkan tvö til þrjú á nóttunni til að sækja hrossin. Borið var á þetta 18 og 19 hrossum. Austan af 12 Goðasteum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.