Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 87
„Andvari þetta skírist skip”
Frá Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu var gerður út bátur,
scm hét Sæfari, og mun Óli Möller verzlunarstjóri hafa verið cig-
andi hans. Þessi bátur fórst í fiskiróðri með öllum mönnum. Rétt
á eftir rak hann upp einhvers staðar á Vatnsnesinu, talsvert brot-
inn. Varð eigandanum að ráði að láta lappa upp á hann. Brátt
var ráðin á hann ný skipshöfn, en ýmsum hraus hugur við að
róa á skipi, sem mcnn höfðu farizt af. Þá var það nótt cina, að
konu, er Sólbjörg hét og átti mann sinn ráðinn á Sæfara, dreymdi
þennan draum: Hún þóttist komin um borð í Sæfara, setzt undir
stýri og ætla að halda frá landi. I því kemur maður ofan af land-
inu og gekk út á skipið. Þótti Sólbjörgu honum svipa til sr. Egg-
erts Briem á Höskuldsstöðum. Hann bar framan á sér svart
spjald, er hann hélt um báðum höndum. Það var letrað hvítum
stöfum. Sólbjörg las og nam það, sem áspjaldinu stóð:
Andvari þctta skírist skip,
skaðsemdir frá þess mönnum vendi,
guð með upplyftri hjálparhendi,
hann verndi það sem góðan grip,
leiðbcini því að landi og frá,
Ijósverndarcngill sé í stafni.
Heyr það vor faðir himnum á,
í herrans Jesú mikla nafni.
I vökunni mundi Sólbjörg til þess, að í kirkju í nágrenninu var
mynd af frelsaranum með spjald letrað ritningargreinum, ámótn
og spjaldið, sem maðurinn bar í draumnum.
Sæfari var skírður upp og nefndur Andvari, og eftir þetta var
cnginn hræddur við að róa á honum, enda var hann þaðan frá
happafleyta.
Sögir frú Ingibjargar Sigurðardóttur frá Syðri-Ey á Skagaströnd.
Goöasteinn
85