Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 48
Æviminningar
Klemenzar Kr.
Kristjánssonar
Við nám í Danmörk og Noregi
Framhald frá síðasta hefti
Klemenz Kr. Kristjánsson
Sumarið 1921, meðan ég var við plægingar í uppsveitum Ár-
nessýslu, frétti ég það, að danskur greifi hefði stofnað sérskóla
í grasrækt á Austur-Jótlandi. Nefndist hann Visborggárd Græs-
markskole, og var ætlaður fyrir 30 nemendur. Ég sótti um vist
í þessum skóla, fékk jákvætt svar og þangað kom ég 26. okt.
1921.
Var þetta ársskóli, og námið bæði bóklegt og verklegt. Jafn-
framt námi fengu nemendur að vinna fyrir skólakostnaði á búi
því, er rekið var á jörðinni. Próf var tekið í 12 námsgreinum og
lauk ég því með prýði. Fékk ég 7,7 í aðaleinkunn, en 8 var gef-
ið hæst, og varð annar af þrjátíu nemendum í skólalok. Meðan
ég var í skóla þessum, fékk ég þriggja vikna frí í júlí. Notaði ég
þann tíma til að ferðast um Danmörk og heimsótti ég þá helztu
tilraunastöðvar landbúnaðarins bæði á Jótlandi og Sjálandi. Einn-
ig kom ég til bænda, er lögðu stund á grasfrærækt. Varð mér
ferð þessi til mikils fróðleiks og skemmtunar.
Áður en ég gekk undir próf haustið 1922, skrifaði ég til norska
landbúnaðarháskólans í Ási. Hugsaði ég mér að verða þar næsta
vetur að minnsta kosti sem hospitant eins og það var nefnt um
46
Goðasteinn