Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 20
melþófa fyrir reiðver og höfðu við sérstök ístöð eins og engja-
ístöðin okkar.
NIÐURLAG
Hér lýkur frásögn Þórdísar í Meiritungu. 1 byrjun þessarar
aldar var Þórður í Hala í fararbroddi hjá Rangæingum jafnt í
félagsmálum sem stjónmálum. Um heimili hans „við vötnin
ströng" höfðu legið leiðir allra, er þoka vildu Rangárþingi til
framfara, en árin höfðu sinn gang, og Þórður í Hala dró sig
smátt og smátt í hlé og lét yngri menn um að kljást við vanda-
mál samtíðarinnar. Fyrstu áratugir aldarinnar voru örðugir bænd-
unum í Háfshverfi og nágrönnum þeirra í Þykkvabæ, er vatns-
flaumur frá Djúpósi var í algleymingi. Nú eru fagrar gróður-
lendur, þar sem straumþung stórvötn runnu um fyrir 40 árum.
Þórður í Hala sat á alþingi fyrir Rangárvallasýslu frá 1892-
1902. Hann þótti röggsamur og vel máli farinn þingmaður. Hann
gerðist til þess fyrstur manna að flytja á alþingi frumvarp um
sláturhús í Reykjavík, „en það fékk slæmar undirtektir hjá Reyk-
víkingum".
Bezt heimild um Þórð í Hala og störf hans að málum þjóðar
og héraðs er grein, sem birtist í Óðni 1914, bls. 96-97, en þar
segir svo meðal annars:
„Þórður hefur búið í Hala í 45 ár, við lítil efni fyrstu árin,
en fyrir hagsýni og dugnað græddist honum fé, svo nú síðustu
árin hefur hann haft stórt bú og verið einn meðal hinna hæstu
gjaldenda hreppsins.
Aldrei hefur hann komizt í heyþrot, ávallt átt fyrningar, minnst
einn málfaðm. Það var fellisvorið 1882, eftir að hafa veitt nokkr-
um af hinum mörgu hjálparþurfandi drjúga heyhjálp."
f sömu heimild er minnzt starfs þeirra hjóna, Þórðar og
Kristínar, við að halda uppi heimili, „sem hefur lýst í góðri
sambúð og samvinnu skyldra og vandalausra, ráðdeild, rausn og
regh'.semi, gestrisni, stöðugu hjúahaldi og góðum siðum, svo það
hefur verið fyrirmynd og sveitarprýði að allri umgengni og gott
hæli þreyttra vegfarenda."
Gunnar sonur Þórðar tók við búskap í Hala 1913. Ári síðal
18
Goðaste'um