Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 54
aðarfélaginu fyrir kr. 4000,00 og þótti það nokkuð hátt verð,
því að allur húsakostur var lítill og lélegur. Því varð það fyrsta
verk mitt að rífa og byggja upp, svo að ég gæti haldizt þar við
með mínu fólki. Einnig byggði ég yfir búfé, scm ég þurfti að
hafa, bæði hesta og nautgripi.
Eftir fjögurra ára tímakaupsvinnu sex til sjö mánuði af árinu,
hafði ég nú náð því takmarki að hafa fast kaup alla mánuði
ársins. En fimm til sex mánaða atvinnuleysi á ári hverju hafði
þó ekki verið til einskis, því að ég hafði notað tímann, þegar
ég var ekki í vinnu, til að undirbúa stofnun og starfrækslu til-
raunastöðvar. í eitt og hálft ár af þessum fjórum árum í Reykja-
vík rak ég og dálítið kúabú, sem ég hirti sjálfur. Varð það til
þess að fjárhagur minn efldist nokkuð, svo að ég átti um 4000
kr. í peningum, er ég flutti austur að Sámsstöðum. Að vísu hafði
ég fengið dálitlar vinnusnapir aukalega annað árið, sem ég var
í Rcykjavík. Fór ég þá meðal annars á útmánuðum 1925 í leið-
angur um Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós. Kom ég þar á hvern
bæ og ræddi við bændur. Hélt svo fundi í hverjum hreppi og
flutti erindi um jarðræktarmál og um stofnun og starfrækslu
nautgriparæktarfélaga. Deyfð fannst mér nokkur vera um naut-
griparæktarfélögin, en meiri áhugi á jarðrækt. Á þessum tíma
voru nýju jarðræktarlögin að fara sína fyrstu sigurgöngu og var
talsverður hugur í mörgum bændum að auka jarðabætur með að-
stoð þeirri, sem lögin gerðu ráð fyrir að yrði veitt. Ferð þessi
var farin á vegum Búnaðarsambands Kjalarnesþings og var ég í
henni rúmar fjórar vikur. Fyrir þetta fékk ég dálítið kaup, sem
að vísu þætti ekki hátt nú, enda annað verðlag þá.
Á Búnaðarþingi 1927 var grasfræræktarstöðvarmálið lagt fyrir
og var þá búið að útvega jarðnæði íyrir fyrirhugaða tilraunastöð.
Ritgerð um grasfrærannsóknir og fleira hafði verið prentuð í
Búnaðarritinu 1926. En á þinginu kom til talsverðra átaka bæði
um staðarval og tilhögun framkvæmda. Varð nokkurt þóf um
ýmis atriði, m. a. um það, hver skyldi veita forstöðu hinni nýju
stofnun. Ég hafði ekki háskólapróf, en var ráðinn til þcssa starfs
frá 1. marz 1927. Einn af þeim, sem á þingi þessu lét talsvert til
sín taka, var Guðmundur Jónsson frá Torfalæk. Hann hafði þá
52
Goðasteinn