Goðasteinn - 01.03.1970, Síða 54

Goðasteinn - 01.03.1970, Síða 54
aðarfélaginu fyrir kr. 4000,00 og þótti það nokkuð hátt verð, því að allur húsakostur var lítill og lélegur. Því varð það fyrsta verk mitt að rífa og byggja upp, svo að ég gæti haldizt þar við með mínu fólki. Einnig byggði ég yfir búfé, scm ég þurfti að hafa, bæði hesta og nautgripi. Eftir fjögurra ára tímakaupsvinnu sex til sjö mánuði af árinu, hafði ég nú náð því takmarki að hafa fast kaup alla mánuði ársins. En fimm til sex mánaða atvinnuleysi á ári hverju hafði þó ekki verið til einskis, því að ég hafði notað tímann, þegar ég var ekki í vinnu, til að undirbúa stofnun og starfrækslu til- raunastöðvar. í eitt og hálft ár af þessum fjórum árum í Reykja- vík rak ég og dálítið kúabú, sem ég hirti sjálfur. Varð það til þess að fjárhagur minn efldist nokkuð, svo að ég átti um 4000 kr. í peningum, er ég flutti austur að Sámsstöðum. Að vísu hafði ég fengið dálitlar vinnusnapir aukalega annað árið, sem ég var í Rcykjavík. Fór ég þá meðal annars á útmánuðum 1925 í leið- angur um Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós. Kom ég þar á hvern bæ og ræddi við bændur. Hélt svo fundi í hverjum hreppi og flutti erindi um jarðræktarmál og um stofnun og starfrækslu nautgriparæktarfélaga. Deyfð fannst mér nokkur vera um naut- griparæktarfélögin, en meiri áhugi á jarðrækt. Á þessum tíma voru nýju jarðræktarlögin að fara sína fyrstu sigurgöngu og var talsverður hugur í mörgum bændum að auka jarðabætur með að- stoð þeirri, sem lögin gerðu ráð fyrir að yrði veitt. Ferð þessi var farin á vegum Búnaðarsambands Kjalarnesþings og var ég í henni rúmar fjórar vikur. Fyrir þetta fékk ég dálítið kaup, sem að vísu þætti ekki hátt nú, enda annað verðlag þá. Á Búnaðarþingi 1927 var grasfræræktarstöðvarmálið lagt fyrir og var þá búið að útvega jarðnæði íyrir fyrirhugaða tilraunastöð. Ritgerð um grasfrærannsóknir og fleira hafði verið prentuð í Búnaðarritinu 1926. En á þinginu kom til talsverðra átaka bæði um staðarval og tilhögun framkvæmda. Varð nokkurt þóf um ýmis atriði, m. a. um það, hver skyldi veita forstöðu hinni nýju stofnun. Ég hafði ekki háskólapróf, en var ráðinn til þcssa starfs frá 1. marz 1927. Einn af þeim, sem á þingi þessu lét talsvert til sín taka, var Guðmundur Jónsson frá Torfalæk. Hann hafði þá 52 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.