Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 41
þcssa fyrirætlan afa míns, en sú varð þó ekki raunin á; hann
kom ekki að Skammadal, fyrr en nærri mánuði síðar cn ætlað var.
Hinn nýi fjármaður, er taka skyldi við af Þorsteini, átti heima
austan Mýrdalssands, svo ekki varð honum greið leið í vistina,
meðan Katla spjó hlaupi sínu suður yfir sandinn, og ekki vill
vcrða auðfarið yfir hann fyrst eftir hlaupið. Ekki var gott fyrir
Höfðabrekkubónda að vera fjármannslaus, eins og á stóð, svo afi
framlcngdi vistina, þar til hinn gat tekið við.
Fjárhirðingin á Höfðabrekku varð sérstaklega mannfrek þetta
vor fyrir það, að mikið vatnsflóð frá jökulhlaupinu fór vestur í
Kerlingardalsá milli hamranna og Höfðabrekkujökuls; malarhól-
anna miklu suður af hömrunum. Skildi flóðið eftir svo mikta
sandkviku, að í fullan hálfan mánuð varð hver sauðkind, sem út
á hana lagði, föst í henni. Fyrir þetta gos hafði Höfðabrekku-
jökull verið orðinn allmikið gróinn og féð á Höfðabrekku sótt
þangað mjög að vorinu og vildi nú halda þeirri venju. Varð því
að vaka yfir fénu dag og nótt, mcðan hættan var mest á, að
það festi sig í sandeðjunni. Hafði oft verið erfitt að bjarga kind-
um, er í henni festust, óvitandi um annað en leiðin væri greið
suður í Jökulinn.
Eftir þetta Kötluhlaup eyddist mjög gróður úr Jöklinum, og
mun hann vart hafa náð sér enn með að verða jafngróinn og
fyrir hlaupið. Eftir það jókst sandfok gífurlega. Var talið, að
hlaupið hefði skilið eftir mun meira af sandi og vikri á Mýrdals-
sandi en næsta hlaup á undan og leiddi af því mikla aukningu
sandfoks.
Þegar Kötluhlaupið þetta ár brauzt fram og vestur með hömr-
unum, tepptust tvær ær frá Jóni umboðsmanni suður í Jökli. Ekki
þótti Jóni gott að eiga þær þar; óvíst unt afdrif þeirra, ef þær
legðu í að lcita burtu en ekki hægt um vik að nálgast þær. Þegar
mesta flóðið var að fjara, svo að hætti að renna fyrir ofan Jök-
ulinn, fór Jón þess á leit við afa minn, að hann gerði tilraun til
að ná ánunt, en leiðin þó ótrygg, því annað veifið komu geysi-
ntiklar vatnsfyllingar suður sandinn. Taldi Jón, að nokkrar var-
úðarráðstafanir þyrfti við að hafa, cf tryggt væri að fara suður
í Jökulinn.
Goðasteinn
39