Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 23
1. Bárður Jónsson, f. 1787, d. 23. sept. 1863, sonur Jóns Valdasonar bónda
á Snæbýli og seinna í Hemru og konu hans Margrétar Áritadóttur. Hann bjó
í Hemru 40-50 ár og var þríkvæntur. Fyrst átti hann Sigríði Árnadóttur frá
Hrífunesi (d. um 1820), síðan Valgerði systur hennar (d. 1836) og síðast
Guðrúnu Sæmundsdóttur prests í Ásum og Útskálum, Einarssonar. - Hún var
áður gift Nikulási Sigurðssyni (skagfirzkum) og bjó suður í Höfnum. - Sonur
þeirra var Sigurður í Þykkvabæjarklaustri, faðir Sigurveigar, móður Hildar konu
Sveins Jónssonar frá Hlíð og Rannveigar konu Eiríks Ormssonar rafvirkja-
meistara í Reykjavík. Bárður átti börn með öllum konum sínum, og eru nú
þrír afkomendur hans bændur í Skaftártungu: Guðjón Bárðarson í Hcmru og
bræðurnir Sigurjón á Borgarfclli og Bárður í Hvammi, Sigurðssynir.
2. Jón Björnsson, f. 1787, d. 3. marz 1875, sonur Björns Jónssonar bónda á
Búlandi og Guðlaugar Jónsdóttur konu hans. Mun hafa byrjað búskap á Bú-
iandi um 1815 og bjó þar til dánardags, eða um 60 ár. Fyrri kona hans var
Oddný Runólfsdóttir frá Hvammi, Gunnsteinssonar. Hún dó 6. ágúst 1843, 52
ára. - Þau áttu mörg börn, mcðal þeirra voru Runólfur í Holti á Síðu (f. 1827,
d. 1910), Sæmundur á Borgarfelli (f. 1832, d. 1912) og Þorbjörg (f. 1815),
amma Þorbjargar í Skaftárdal. Afkomendur Jóns og Oddnýjar búa nú á 6
bæjum í Skaftártungu, þ. c. í Flcmru, Borgarfeili, Búlandi, Svínadal, Múla og
Austurhlíð. - Seinni kona Jóns á Búlandi var Ragnhildur (f. um 1807) Jóns-
dóttir prests í Langholti, Jónssonar.
3. ,,Bóndasonur frá Hrísnesi“ mun vera Árni Árnason f. 1789, d. 15. scpt.
1838, sonur Árna Árnasonar bónda í Hrífunesi og konu hans Kristínar Sigurð-
ardóttur. Hann bjó í Hrífurresi frá því um 1813 til dánardags. Fyrri kona
Árna var Þórey dóttir Jóns Magnússonar á Kirkjubæjarklaustri og Gróu Lýðs-
dóttur sýslumanns í Vík, GuðmuiTdssonar. Þórey dó 1816, og var dóttir
þeirra Kristín kona Einars Jónssonar á Loftsölum í Mýrdal. - Seinni kona
Árna í Hrífunesi var Rannveig, (f. um 1791, d. 28. júlí 1843) Jónsdóttir
bónda á Fossi og Holti á Síðu, Pálssonar. - Þau áttu a. m. k. 11 börn, en
flest þeirra muiTu hafa dáið ung. Ekki er mér kunnugt um, að afkomendur
þeirra séu nú í Skaftártungu, en dóttir þeirra, er Anna hét, f. 29. júlí 1824,
d. 19. ágúst 1862, bjó á Borgarfelli. Sonur hennar var Jón Sigurðsson bóndi í
Skálmarbæ í Álftaveri afi Óskars J. Þorlákssonar dómkirkjuprests í Reykjavík.
4. „Sigurður Grafar“ gæti vcrið Sigurður elclri, f. um 1792, d. 20. maí
1819, sonur Bótólfs Jónssonar á Borgarfelli og Kristínar ísleifsdóttur konu
hans.
5. Oddur Jónsson f. 27. júní 1795, d. 23. nóv. 1859, er sonur Jóns Magnús-
sonar er bjó í Hlíð á fyrsta og öðrum tug síðustu aldar, en seinna á Kirkju-
bæjarklaustri, og konu hans Guðríðar Oddsdóttur í Seglbúðum, Bjarnasonar. -
Oddur býr á Breiðabólsstað á Síðu 1816, en lengst mun hann hafa búið í
Þykkvabæ í Landbroti. Kona hans var Oddný Árnadóttir frá Hrífunesi. Ekki
held ég, að þau eigi afkomendur í SkaftártuiTgu, en cinn sona þeirra var Jónas
bóndi í Hruna á Brunasandi, afi Bjarna bóirda í Brekku í Ncsjum, Bjarnasonar.
Goðasteinn
21