Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 59
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum:
Sr. Jakob Ó. Lárusson
Minning
Löngum hafa íslendingar verið gæddir ríkri útþrá, og eru dæmi
um það allt frá söguöld. Margir þeirra, sem þjóð okkar á mest
að þakka, höfðu brotizt í því að fara til framandi landa, kynn-
ast ókunnum þjóðum og siðum þeirra með það í huga að koma
aftur heim reynslunni ríkari, taka til starfa og vinna - helzt
stórvirki - fyrir þjóð sína og ættjörð.
Einn þeirra manna á okkar öld, sem dreymdi stóra drauma,
var Jakob Óskar Lárusson, sem eftir nokkra dvöl erlendis varð
þjónandi prestur um 17 ára bil í Holti undir Eyjafjöllum. Fæddur
var hann á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd 7. 7. 1887. Foreldrar
hans voru Lárus Pálsson, smáskammtalæknir frá Arnardrangi í
Landbroti og kona hans Guðrún Þórðardóttir frá Höfða á Vatns-
leysuströnd. Jakob varð stúdent í Reykjavík utanskóla 20. 6. 1908,
I. eink. 89 st., cand. theol. við Prestaskólann 20. 6. 1911. I. eink.
90 st., gegndi prestsþjónustu meðal íslenzkra safnaða í Wynyard í
Saskatchewan í Canada frá júlí 1911 til 9. 9. 1912. Fór kynnis-
og námsför um Bandaríkin og Norðurlönd í sept. 1912 - marz
1913. Veitt Holtsprestakall undir Eyjafjöllum 28. 6. 1913, vígður
29. 6. sama ár. Lausn frá embætti vegna vanheilsu 31. 1. 1934 frá
1. 6. s. á. Skólastjóri Laugarvatnsskóla i928-’29.
Sr. Jakob var á skólaárum sínum framarlega í flokki í ung-
mennafélagsskapnum, sem þá var að komast á fót. Fyrstu félögin
voru stofnuð í ársbyrjun 1906. Upphafsmaður þeirrar hreyfingar
var, sem kunnugt er, æskulýðsfræðarinn Guðmundur Hjaltason,
kennari (d. 1919). Hann ritaði í blöðin - þá nýkominn úr Noregs-
dvöl - um nýju æskulýðsfélögin norsku. Þær greinar vöktu mikla
Goðasteinn
57