Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 19

Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 19
því, en vel man ég eftir því, þegar kornið var verkað til mann- eldis. Kornið var bakað yfir eldi, og var það nefnt að kynda sofn. Það verk var unnið inni í sofnhúsinu. Þar var eldur kyntur á gólfi, en uppi yfir honum var pallur úr tréröftum og á hann lagðar breiður af melstöngum. Melkorninu var jafnað í þykka breiðu þar ofan á. Ég man, að það þurfti að gæta vel að þessu svo ekki kviknaði í. Kornið var troðið í lágum köggum inni í húsinu, þegar búið var að kynda sofninn, til að fá tinið frá hismanum. Unnu menn að því ýmist berfættir eða í háleistum. Síðan var kornið hrist í litlu og mjóu trogi, sem til þess var gert. Gaflarnir og hliðin, sem sneri að manninum, vísuðu beint upp, en hliðin sem sneri frá manninum, var með fláa. Tréhöldur voru á göflunum. Þessi hluti verksins var nefndur að drifta kornið. Skálpinu utan af stönginni var brennt, þegar verið var að kynda sofninn. Stöngin var höfð til þess að þekja með ihús undir torf. Stöng var í þaki á fjárhúsum og hesthúsum í Hala, og stöng var flutt frá okkur upp í Holt til að hafa í húsþök, t. d. upp að Lindarbæ, þar sem Margrét systir mín bjó með manni sínum, Ólaíi Ólafssyni búfræðingi. Melkornið var malað líkt og annað korn. Úr því var gerður réttur, sem nefndist deig. Mjölið var þá hrært saman við mjólk í potti og soðið lítið, síðan skammtað. Gerð var hola í deigið í hverju mataríláti og settur í smjörmoli. Úr mjölinu voru líka gerðar þykkar kökur, bakaðar á glóð. Man ég ekki eftir, að aðrar kökur væru glóðarbakaðar. Ýmsum þóttu þær lystugri en deigið, og var ég ein í þeim hópi. Mörg kornskálin var gefin fátækum, bæði af þessu korni og útlendu korni. Árlega var rifinn melur (þ. e. rætur), þcgar færi gafst eftir mikil veður og vatnsfyllingar, er hreinsuðu sandinn ofan af rót- unum. Melurinn nefndist eftir gerð rofamelur eða rubb og flæði- melur. Úr melnum voru gerðir melreiðingar. Alltaf var tekinn maður í melinn, venjulega Þórður Þórðarson í Litlaparti í Þykkva- bæ. Hann sat löngum við að sauma mel úti í skemmu, heilu vik- urnar á vorin, og notaði við verkið langa járnnál (melnál). Vcl man ég eftir gömlum konum úr Þykkvabænum, sem notuðu Goðastemn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.