Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 27
Björn Guðmundsson frá Rauðnefsstöðum:
Erfið og söguleg fjallaferð
Það mun hafa verið haustið 1917, að veður var mjög gott, oftast
þíðviðri, og kom ekki snjór í hæstu fjöll. Heimtur á fé voru
fremur slæmar. Þá tíðkuðust enn fráfærur, og bjuggust menn við,
að fráfærulömbin hefðu rásað til fjalla; þau voru oft rásgjörn.
Því var það, að hreppsnefndin á Rangárvöllum ákvað að gera
fjórðu leit í afréttinn og tiltók þrjá menn til farar, þá Guðmund
Böðvarsson frá Þorleifsstöðum, Óskar Hafliðason á Fossi og mig,
sem þetta rita. Skyldum við hafa einn hest frá Fossi undir nesti,
og annan farangur.
Þetta gerðist á sunnudegi. Var þá messað á Keldum. Vissum
við engir af þessu, fyrr en þá seint um kvöldið. Ég var þá að
koma úr Bakkaferð, óundirbúinn fjallferð og sama var um félaga
mína. Gátum við ekki lagt af stað, fyrr en seint á þriðjudeginum.
Fórum við í dimmu inn Dalöidurnar í blíðu veðri og inn í Blesár-
kofa. Er það stór hola, líklega gerð af mannavöldum inn í geysi-
háan móbergshamar, og er snarbrött grasbrekka neðan við holuna
eða skútann, niður að Blesá. Þetta skýli er að nokkru hringlaga
og ekki hærra cn það, að um miðjuna getur maður staðið á
hnjánum. Þar er gott að vera fyrir fjóra menn, því kampar hafa
verið hlaðnir að skútanum, og hurð er fyrir dyrum.
Morguninn eftir var logri en farið að drífa og kominn skóvarpa-
snjór. Vegna snjókomunnar, fórum við syðri leiðina, um Hungur-
skarð og Hungursfitjar. Snjókoman jókst jafnt og þétt á leiðinni.
Var komið svo mikið snjókrap í kvíslarnar á Hungursfitjum, að
við urðum að vaða þær í hné og sum staðar dýpra. Þegar við
Goðasteinn
25