Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 76
og algengt var á húsum undir Eyjafjöllum. Þrep og upphækkun
var innantil í gólfi gömlu skemmunnar, og er mér ekki ljóst, hvað
því réði, en eins lét ég þessu vera háttað við endurbyggingu
hennar.
Einn forn og merkur hlutur fylgdi skemmunni, að sönnu illa
leikinn af ellisliti. Var það kista með augljósum svip 17. aldar.
Hún er víðari við botn en op og hefur fyrir eina tíð verið máluð
vel og með skreyttum járnspöngum, er för sjást eftir. Hún er með
handröðum við gafla. Gerð hennar er sambærileg við frúarkistima
frá Teigi, sem um er fjallað í öðru hefti Goðasteins 1966. I þess-
ari kistu geymdi langafi minn, Tómas Sigurðsson í Varmahlíð,
matföng cg brennivín og muni sína ýmsa. Kistan er áfram á sín-
um gamla stað í skemmunni, fram við þil vestanmegin.
Skemman hcfur nú fengið nýtt hlutverk, sem safnhús, og bætti
úr brýnni þörf byggðasafnsins fyrir aukið húsrúm. Sjálf hefur hún
mikið safnlegt gildi og sómir sér að öllu vel, einn síðasti fulltrúi
gamalla torfhúsa undir Eyjafjöllum og þó lengra sé leitað. Sá er
líka einn kostur hennar, að hún veitir tök á að sýna gamla bús-
hluti í sínu rétta umhverfi.
Ekki hefur byggðasafnið í Skógum fengið aðra betri happa-
fengi í góðlega 20 ára sögu sinni en Varmahlíðarskemmuna og
vonandi ber það gæfu til að varðveita hana vel og lengi.
Ath.: Hugsanlegt er, að smiðjuhurðin gamla frá Skarðshlíð sé frá Steina-
kirkju. Byggðasafnið íSkógum á cina fjöl úr altari Steinakirkju, scm cr sömu
.gerðar (barok).
74
Goðasteinn