Goðasteinn - 01.03.1970, Side 65

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 65
1. Guðrún, gift Sveini Björnssyni, bónda á Víkingarvatni, Keldu- hverfi. 2. drengur, dó á fyrsta sólarhring, óskírður. 3. Kjartan, verkamaður í Reykjavík. 4. Lárus, bankafulltrúi í Reykjavík (varð bráðkvaddur 1953): 5. Kristín, hjúkrunarkona í Reykjavík. 6. Guðbjörg, gift Palle Vesterby, kaupmanni í Kaupmannahöfn.. 7. Ólafur, prentari í Reykjavík, hljómlistarmaður. 8. Guðbrandur, kaupmaður í Reykjavík. 9. Ragnar, sjómaður í Reykjavík (drukknaði erlendis 1945). Eftir að sr. Jakob var leystur frá embætti og Holtsprestakall veitt, fluttist hcimilið frá Holti til Reykjavíkur. Reyndi þá enn á frú Sigríði að stofna heimili í nýju umhverfi, en börn hennar studdu hana eftir föngum. Enn mætti hún þeim mannraunum að sjá á bak sonum sínum tveim. Var Lárus, er hann lézt, að vinna að því að koma upp íbúð handa þeim mæðginum. En þrek hennar var ótrúlegt þá sem fyrr. Síðustu árin dvaldi hún á Elliheimilinu Grund í Reykjavik og lézt þar 31. júlí 1960. Sr. Jakob var dæmdur úr leik um aldur fram, starfstími hans náði aðeins til 43 ára aldurs. Ekki munu liggja ritstörf eftir hann nema blaðagreinar nokkrar bæði í Breiðablikum, Vestur-ísl. trú' málariti, og í Skinfaxa. En hann hafði unnið það afrek, sem lengi mætti halda nafni hans á lofti, að „flytja nútímahraðann inn í líf landa sinna.“ Hvers konar minnismerki reisa íslendingar þeim manni? Ung- menna- og samvinnufélög mættu vera minnug verka hans. Er ekki kominn tími til að tengja nafn hans einhverju lífrænu verkefni, sem láti það ekki falla í gleymsku. Goðasteinn 63;

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.