Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 56
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON:
Ljóð um liðna daga
Flutt á árshátíð Húnvetningafélags Suðurlands, á Selfossi,
21. febrúar 1970.
Nú set ég á pappírinn svolítinn brag,
þá svifinn er þorri og lengja fer dag,
þótt fönn sé á grundu og færðin ei greið,
til fundar við góðvini er stutt sérhver leið.
Ég heilsa þér, æska, ég ann þér sem fyrr,
því opnar þér standa æ gleðinnar dyr.
Og ykkur ég heilsa, með áranna fjöld,
og upp skal nú rifja svo margt hér í kvöld.
Og við, sem að fæddumst á öndverðri öld,
nú atburðum hlöðum á minningaspjöld.
Á dimmasta vetri var dálítið kalt,
en dásemdir sumarsins bættu það allt.
Við munum, er sólkringlan seig ckki' í mar
um sólstöðuleytið. Við kusum ei par
að leggjast til hvíldar frá ljósbjarma þeim.
Þá ljómaði fegurð um gjörvallan heim.
Þá upp fyrir gluggann var öldungis fennt,
við undum í næði við bóklega mennt.
Þá sátum við inni við sögur og ljóð
og sváfum í rökkrinu. Kyrrlát var þjóð.
54
Goðasteinn