Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 49
þá nemendur, sem voru aðeins stuttan tíma. Fékk ég svar frá
Olav Klokk, sem var ritari skólans. Sagði hann mig velkominn
að Ási. Þótti mér þetta horfa vel, þótt fjármunir væru af skorn-
um skammti. 1 byrjun nóvember 1922 fór ég með skipi til Osló-
ar, en áður en ég hélt til Noregs, kom ég við í Skanderborg og
hitti þar minn góða vin M. K. Kristensen. Töluðum við margt
saman og sagði hann mér meðal annars að ég gæti fengið starf
hjá Búnaðarsambandi Jótlands og svo síðar komizt að á dönsk-
um landbúnaðarháskóla. En þetta kom ekki til mála, þar sem
ég var búinn að ráðstafa mér fyrir veturinn. Einnig taldi ég mér
skylt að sjá um Sverri bróður minn og styðja hann til aukinnar
menntunar og lærdóms. Hann var þá kominn í 1. bekk Mennta-
skólans í Reykjavík.
Þegar ég kom til Oslóar, sem var í hráslagalegu veðri, tók það
mig nokkurn tíma að finna mér næturstað. Hafðist það þó um
síðir og fékk ég inni á gömlu og heldur óvistlegu gistihúsi, sem
ég man ekki lengur hvað hét. Næsta morgun tók ég mér far með
járnbrautarlest að Ási, þar sem skólinn er.
f Landbúnaðarháskólanum að Ási féll mér vel og þar byrjaði
ég nám, sem ég þó ekki vissi, hvað lengi mundi vara, því að
allt var í óvissu með fjárhag minn. Að vísu hafði ég haft nokk-
urt fé upp úr kartöflusendingum til Reykjavíkur, en ekki varð
þó sá gróði það mikill að nægði til langframa. Ég lagði því mesta
áherzlu á að lesa þær námsgreinar, er snertu jarðrækt, og var á
þessum árum orðinn staðráðinn í því að vinna að jarðræktartil-
raunum í framtíðinni. Helztu kennarar mínir þennan vetur voru
prófessor K. Vik, fjölfróður maður, er kenndi nytjajurtafræði og
tilraunatækni, prófessor Hannsten Krammer, er kenndi lífeðlis-
fræði jurta, prófessor Isaksen, sem kenndi búfjárfræði, prófessor
Sebelin, danskur að ætt, kenndi efnafræði og prófessor L. Njaa,
er fræddi okkur um nýrækt og framræslu. Allir þessir kennarar
voru prýðismenn, er vildu nemendum sínum allt hið bezta.
Þegar kom fram á vetur, sá ég að naumast gæti ég verið þarna
lengur en fram í apríl sakir fjárskorts. Vinur minn, M. K. Krist-
ensen, lánaði mér 500 danskar krónur og auðvitað gcgn cngri
tryggingu, því að hún var ekki til. Var það drengilega gert. Þessa
Goðastemn
47