Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 60
sithygli og af því leiddi stofnun ungmennafélaga víðsvegar um
land og síðan stofnun sambands þeirra: Ungmennafélags Islands,
1907.
Sr. Jakob vann að framgangi þessara félagsmála með sínum
mikla áhuga og einlægum vilja til að hrinda í framkvæmd góð-
um málefnum. Að loknu embættisprófi í guðfræði fór hann til
Vesturheims og starfaði sem prestur meðal landa sinna um skeið.
En er hann kom aftur heim, voru með honum tveir Vestur-Is-
lendingar: Sveinn Oddsson og Jón Sigmundsson. Þeir höfðu með-
ferðis bifreið, þá fyrstu sem nothæf reyndist hér á landi. Sr. Jakob
lagði fram aleigu sína, launin sem hann hafði unnið fyrir í Vestur-
heimsdvöl sinni. Og hans framlag var einnig það að fá þessa
menn til að koma heim og reyna, hvort bifreiðin gæti orðið hér
að notum.
Eftir örðugleikana með Thomsens-bílinn svonefnda, sem aftur
var fluttur úr landi, þótti mörgum örvænt um að slík farartæki
gætu átt framtíð hérlendis. Þótti sennilegra að járnbraut yrði
lögð, a.m.k. um Suðurlandsundirlendið - til úrbóta í samgöngu-
málum. Urðu um „járnbrautarmálið“ mikil blaðaskrif. En vera
má að járnbrautir hcfðu orðið þungar í vöfum fyrir þjóð, sem
ekki var fjölmenn né fésterk. En Ford-bifreiðin, sem kom hingað
til landsins að tilhlutan sr. Jakobs, braut hér ísinn í samgöngu-
málum. „Sr. Jakob flutti nútímahraðann inn í líf landa sinna,“
ritaði vinur og samherji sr. Jakobs, Jónas Jónsson frá Hriflu, um
þetta framtak, og verður engan veginn betur lýst í fáum orðum
byltingunni, sem bifreiðin hefur valdið hérlendis.
Sr. Jakob kom að Holti vorið 1913 26 ára gamall, nývígður.
Þetta sama vor kunngerði hann trúlofun sína með dóttur fyrir-
rennara síns í Holtsprestakalli. Þau giftust á næsta hausti 27. 9. í
Reykjavík. Sigríður Kjartansdóttir var fædd 6. 2. 1885. Foreldrar
hennar voru sr. Kjartan Einarsson prófastur og fyrri kona hans,
Guðbjörg Sveinbjarnardóttir pr. í Holti, Guðmundssonar. Sr.
Kjartan var fyrst prestur á Húsavík i88o-’85, en frá þeim tíma í
ættarsveit sinni undir Eyjafjöllum til dánardægurs 24. 3. 1913.
Sigríður missti móður sína ung, nálægt fermingaraldri, en síð-
ari kona sr. Kjartans var Kristín Sveinbjarnardóttir, prests í
58
Goðasteinn