Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 91
gekk vestur yfir heiðina. Þar skildi ég skíðin eftir á vissum stað
og tók að gæta að sauðunum.
Fann ég þá bráðlega og voru þeir á víð og drcif í smáhópum.
Lítið gátu þeir hreyft sig vegna snjóþyngsla. Ekki voru þeir allir
þarna, en um dimmumót hafði ég fundið um það bil helming-
inn. Alls voru sauðirnir citthvað á milli 90 og 100. Veður var
gott, en mikið crfiði að kafa snjóinn. Það var því góð hvíld að'
stíga á skíðin og halda heimleiðis. Næsta dag gekk ég að sama
starfi og hélt sauðaleitinni áfram. Er dagur leið að kvöldi hafði
ég fundið alla sauðina, nema fimm. Á jóladaginn fór ég svo að
reyna að koma þeim saman á einn stað, þar sem þeir hefðu sæmi-
legan haga. Var þá frostlaust urn miðjan daginn, svo að snjórinn
hlóðst í ullina á skepnunum og máttu þær sig varla hræra. Er
komið var undir kvöld, var ég staddur með nokkra af sauðunurn
ofan í gili einu og þar var cinnig forustusauðurinn. Hann var stór
og fallegur og sérlega ullarmikill. Varð hann því þungur á sér,
þegar snjórinn hlóðst í hann. Ætlaði ég að reyna að koma honum
í brautina á undan hinum, en hann var þá í svo vondu skapi að
hann fór út úr brautinni og lenti í læknum. Kom ég honum loks
inn í skúta rétt við lækinn og þar varð hann að vera um nóttina.
Hætti ég við að reyna að koma sauðunum lengra þetta kvöld
og sneri heim á lcið.
Það var orðið nokkuð framorðið, þegar ég kom heim, en samt
ekki farið að borða kvöldmatinn. Spurði ég hvers vegna svo væri.
Svaraði þá húsmóðirin, að hún hefði ekki ætlað að skammta neitt,
cf ég hefði ekki komið heim. Voru nú dregin af mér vosklæði
og komið með þurr og hrein föt. Síðan settist allt heimilisfólkið'
að matborði og urðu þá margir fegnir.
Um nóttina hvessti og batnaði þá færðin til muna. Gekk þá
greiðlega að koma sauðahópnum heim. Hinir fimm, sem ég ckki
hafði fundið, skiluðu sér einnig. Höfðu þeir farið nokkuð úr leið
og lent á Hemruhciði, svo að allir komu þeir fram og enginn var
týndur.
Goðasteinn
39