Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 21
gerðist þar bóndi mágur hans, Ingimundur Jónsson búfræðingur
frá Holti í Stokkseyrarhreppi, og bjó hann í Hala til 1932.
Þórður í Hala dó, sem fyrr segir, 1922. Vel fer á, að lokaorð
þessa minningaþáttar um Halaheimilið gamla séu tekin úr niður-
lagi Óðinsgreinarinnar frá 1914: „Nafn Þórðar í Hala mun verða
ritað á söguspjald héraðsins meðal hinna merkustu og nýtustu
héraðshöfðingja, sem áunnið hafa sér viðurkenningu fyrir virki-
leik verka sinna.“
RICHARD BECK:
Ljóðkveðja yfir hafið
„Goðasteinn" fékk gæðaleiði,
glatt skein honum sól í heiði.
Á fjórum dægrum flaug hann vestur,
fyrr og nú hinn bezti gestur.
Ber hann með sér bláma fjalla,
blómaangan grænna hjalla,
lækjahjal og fallnið fossa,
Fjallkonunnar ástarkossa.
Fræða geymir gildan sjóðinn,
góðan líka margan óðinn,
arf, sem glatast aldrei skyldi,
ennþá stendur hann í gildi.
Vel sé þeim er manndómsmerki
meta og sýna í þörfu verki,
hlúa að eldum ættarfræða,
ást á þjóð og landi glæða.
Goðasteinn
19