Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 43
enginn vatnsfylling komið fram sandinn, en varla var heimafólk
allt komið til bæjar, þegar geysimikil vatnsfylling með jakaburði
brauzt suður sandinn, og hefði hún algerlega lokað leið suður í
Jökul. Var talin sérstök heppni, að þessi ferð tókst svo giftusam-
lega.
Hafði nú dagur verið að kveldi kominn og húsfreyja borið1
fólki sínu kveidverð sem á hátíðarkveldi væri, en Jón bóndi
greiddi afa tvær krónur sem aukakaup fyrir daginn, og var það'
allgóður peningur 1860. Frásögn þessa hef ég skráð eftir föður
mínum, Einari Þorsteinssyni, og læt ég þar með útrætt um hið'
tiltölulega meinlausa Kötlugos 1860.
Um ekkert Kötlugos hefur verið eins greinilega ritað og gosið’
1918. Skilmerkilegustu lýsingu á því og afleiðingum þess, sem völ
er á, er að finna í lítilli bók, sem rituð var þegar að gosinu loknu
af þáverandi sýslumanni Skaftfellinga, Gísla Sveinssyni, og fleiri
góðum mönnum. Síðan hafa ýmsir skrifað stutta þætti um gosið'
og afleiðingar þess, en hvergi hefi ég séð getið sumra þeirra
óþæginda, sem gosið olli bændum hér í Mýrdal. Ekki er hægt að
segja, að um merka atburði sé að ræða, en allt um það heyrir
það sögunni til og má geymast. Um þessi smáatriði ætla ég þá
að geta en láta allar frásagnir af gosinu sjálfu eiga sig:
Eins og oft hefur verið getið, féll allmikil aska hér í Mýrdal,
þó ekki væri það nema smámunir á móti því, sem féll annars
staðar, sérstaklega í Skaftártungu og Álftaveri. Öskulagið hér í
Mýrdal hafði þó sínar afleiðingar. Fyrst og fremst olli það æði-
miklum landskemmdum, a. m. k. á heiðarlöndum í Hvamms-
hreppi, og mun vart gróið um heilt eftir þær eftir hálfa öld. Sér-
staklega var það á grónum lautum, er sneru móti suðvestri, sem
fiög mynduðust. Þangað fauk askan í skafla og eyddi öllum
gróðri. Þessar lautir voru að öllu eðiilegu grösugustu blettirnir í
heiðunum.
Á þessum árum var meirihluti slægna víðast sleginn með orfi
og ljá, og víða þekktist ekki annað sláttutæki. Heldur brá sláttu-
mönnum í brún, þegar sláttur hófst sumarið 1919, því í grasrót-
inni leyndist askan frá haustinu áður, þó grasið hefði sprottið'
vel upp úr henni. Varð hún illur skaðvaldur egginni í Ijánum,.
Goðasteinn
41