Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 46
Verður honum þá að orði: „Kemur ein enn. Ætlarðu virkilega
að fara að sofa kona, viltu ekki heldur vaka?“ „Gefðu mér þá
í nefið,“ svaraði húsfreyja, settist upp og snýtti sér hraustlega.
Hin sagan er líka um hjón. Þau bjuggu í Út-Mýrdalnum. Þeg-
ar öskumyrkrið var svartast og þrumurnar mestar, sezt bóndi í
hálfgerðu hnipri á rúm sitt og segir: „Það held ég, að nú sé bara
kominn heimsendir.“ Gellur þá lcona hans við, er setzt hafði við
rokkinn sinn: „Þetta getur nú svosum skeð, en ekki er það svo-
sum líklegt,“ og hélt áfram að þeyta rokkinn.
Svona rólega tóku mýrdælsku konurnar ógnum Kötlu fyrir 50
árum. Skyldu þær taka þeim eins rólega í næsta gosi, og skyldu
Mýrdælingar þá eiga slíkan húmor að geta komið álíka mein-
lausum gamansögum á gang, þegar öskuéljunum styttir svo upp,
að ratljóst verði milli bæja?
Eftir venju má óðum búast við því, að hinn gamli ógnvaldur
í Mýrdalsjökli fari að rumska, þó jökulhlaupið 1955 hafi e. t. v.
einhver áhrif á lengd goshlésins, því trúlega hafa þá eldsumrót
verið að verki, þó ekki yrði meira úr. Sigketill myndaðist þá t
jöklinum á svipuðum slóðum og gosið varð 1918.
Þegar minnzt er á komandi Kötlugos, er mjög raunhæf hugs-
un, að reynt sé að gera sér grein fyrir því, hversu mikil hætta á
spjöllum geti steðjað að hverri einstakri sveit, er næst Kötlu
liggja. En eins og ég hefi gert í þessari stuttu ritsmíð, mun ég
eingöngu halda mig við Mýrdalinn í því sem öðru. Ef gengið er
út frá því, að gígur Kötlu verði í næsta gosi á sama stað og
hann var 1918, eru ekki önnur svæði í Mýrdal í hættu af jökul-
hlaupinu en undirlendið frá Reynisfjalli austur á Mýrdalssand.
En á þessu svæði eru orðin mikil ræktarlönd, sem sýnilega eyði-
legðust, færi svo, að hlaupið næði sér að nokkru marki vestur
með Höfðabrekkuhömrum eins og það gerði 1860 - og það sem
meira er, að vestast á þessu undirlendi stendur drjúgur hluti
kauptúnsins í Vík. Hrýs mér hálfgert hugur við því, hversu langt
byggðin þar hefur verið teygð suður á sandinn síðustu ár. Segj-
um svo, að ekki sé gert ráð fyrir því - sem enginn getur þó
sagt um - að hlaupið nái sér með miklum krafti vestur með
hömrunum, en hitt er þá opin leið, að hættulega flóðhátt yrði í
44
Goðasteinn