Goðasteinn - 01.03.1970, Blaðsíða 88
Frá huldufnlki í Skógum
Ingimundardalur nefnist dalverpið sunnan við Ingimund í Ytri-
Skógum, uppi undir fjallsbrúninni. Austan við hann er Fauska-
dalur, upp af austanverðu Réttarstykki, sem svo nefnist. Ef
Fauskadalur var sleginn, átti allt hey að fjúka af honum.
Þorbjörg Bjarnadóttir frá Ásólfsskála sagði mér það, að einu
sinni hefði hún og Skógastúlkurnar verið að koma frá Eystri-
Skógurn í glaða tunglsljósi. Þegar þær komu á skriðuna, sem
Réttarlækur rann eftir, sá Sigurbjörg Oddsdóttir mann á rauð-
skjóttum hesti ríða upp Þorkelstún, þar sem Skógaskóli stendur
nú, og upp í Réttargil. Hinar stúlkurnar sáu hann ekki. Sigur-
björg var skyggn og varð oft óttaslegin, þegar hún sá það, sem
aðrir sáu ckki.
Gyðríður kona Odds í Skógum var máttlaus í fjölda mörg ár.
Því var um kennt, að Oddur rcif baðstofu sína og sundraði tótt-
inni. Stór steinn var í gaflaðinu. Odd dreymdi konu, sem bað
hann að cyðileggja ekki húsið sitt, sem væri stóri steinninn í
gaflaðinu. Oddur sinnti því ekki og skömmu seinna missti kona
hans heilsuna.
Huklukonur
Bjarni Bjarnason bóndi í Indriðakoti undir Eyjafjöllum var
vinnudrengur á Langsstöðum í Flóa um 1880. Þar í túninu voru
hólar, sem huldufólk bjó í. Einu sinni kom Bjarni út úr fjósinu
og sá til ferða stúlku, sem hljóp við fót frá einum hólnum og
heim að bænum. Nam hún aðeins staðar við annan skemmu-
kampinn, en skcmman var austast í bæjarröndinni. Stúlkan var
þokkalega búin, í dökku pilsi og dökkri peysu og köflóttri ein-
skeftusvuntu. Hún fór brátt í hvarf við skemmuna. Stökk Bjarni
þá upp á vindgarðinn framan við fjósið. Átti hann þá að sjá
stúlkuna að nýju, en hana var hvergi að sjá. Það þótti Bjarna
undarlegt. Þá hélt hann, að þetta væri stúlka af næsta bæ og
86
Goðasteinn