Goðasteinn - 01.03.1970, Side 14

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 14
Á sumrin var stundum tekinn nýmjólkurostur en oftar undan- rennuostur með nokkru af nýmjólk. Þeir voru pressaðir í osta- byðu undir hlemmi og fargi. Sáð var salti ofan á osta, sem áttu að geymast. Þeim var raðað á fjalir úti í hjalli, þar sem þeir voru þurrkaðir hæfilega. Þeir voru bornir inn í bæ, þegar leið á sumar, og geymdir þar á geymslulofti og hillum í búri. Þetta voru allt hleypostar, en einnig var tekið mikið af ystum ostum. Mysu- ostar voru soðnir úr ostmysu. Alltaf var strokkað tvisvar á dag fyrst eftir fráfærur. Veiðiskapur í vötnum var mikið stundaður í Hala og var karlmönnunum vel að skapi. Ekki var fengizt við hann nema í góðu veðri. Veitt var í lagnet í Háfsósum og farið á báti að vitja um þau. Mikill afli fékkst líka oft inni í Kálfalæk frá því um miðjan slátt og fram á réttir. Við Sigríður systir vorum oft til hjálpar við veiðiskapinn í Ósunum, rerum undir, meðan vitjað var um netin. Ekki þótti mér sérstaklega gaman að fara í veiði þetta klukkan fjögur og fimm að nóttu. 1 veiðiferðum með Hannesi uppeldisbróður mömmu varð ég að taka trossuna upp í bátinn, en Hannes hamlaði með netunum, meðan ég tók netin upp í bátinn, og reri þau síðan út; hann var þá orðinn bakveikur og þoldi ekki bisið við netin. Netalagnir okkar náðu allt út að Ártanga við Þjórsá, þar sem opið haf var suður undan. Pabbi vitjaði oft um netin inni í Kálfalæk og hafði Sigríði systur cinatt sér til hjálpar. Þannig vöndumst við systurnar fljótt við vosið í vötnunum, og á vertíðinni ferjuðum við oft fólk yfir Ósana, sem alltaf voru sundvatn, aðeins misjafnlega mikið. Veiðin gaf mikla björg í bú, tii daglegra nota á sumrin og til vetrarforða. Var stór og fallegur sjóbirtingur saltaður niður í tunnur á hverju sumri. Selveiði var stunduð í Þjórsá, oft með góðum árangri, og var selur þá einnig saltaður í tunnur og geymd- ur til langs tíma. Selshreifar þóttu hnossgæti upp úr súru. Engjavegur var langur í Hala, inn undir Frakkavatn, meðfram Steinslæk og svo fram í Vatnsbug. Með rembingi var hægt að fara tvær til þrjár ferðir á dag með heyband, þar sem lengst var að fara. Var þá farið ofan klukkan tvö til þrjú á nóttunni til að sækja hrossin. Borið var á þetta 18 og 19 hrossum. Austan af 12 Goðasteum

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.