Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 3
1
4. hefti
36. ár
Úrvai
Apríl
1977
Bókin í þessu hefti Úrvals er að mörgu leyti merkileg. Hún fjallar um
hnefaleikakappa, sem óumdeilanlega hefur vakið heimsathygli, hvort sem
menn hafa hrifist af honum eða ekki, hvort sem menn hrífast yfirleitt af
hnefaleikum eða ekki. í þessari þók fáum við að kynnast fleiri hliðum þessa
sérkennilega manns en við blasa í fljótu bragði, og það fer ekki hjá því að eftir
lestur bókarinnar þyki manni hann í senn mennskari og viðfeldnari en áður.
Af öðru efni má benda á greinar um nóbelsverðlaunahafana tvo,
Gajdusek og Blumberg, og með hverjum hætti þeir hafa tengst íslandi. Það
þykir gaman að því ennþá, að menn sem ná langt megi á einhvern máta
bendla við ísland, og hér segja tveir góðkunnir íslendingar frá þessum
mönnum og sambandi við landið.
Loks má svo í fullri alvöru benda mönnum á að lesa greinina um
úðabrúsana. Kannski hugsum við okkur um tvisvar, áður en við kaupúm
úðabrúsa næst — nema að fullvissa okkur um að þrýsdefni hans sé ekki
skaðvaldurinn, sem getur steypt mannlífi heimsins í glötun.
Að sjálfsögðu er margt annað efni í þessu hefti að vanda, og vonandi geta
lesendur góðir átt góða stund við að fletta því og lesa sér til gagns og gamans.
— En meðal annarra orða — hvar eru frásagnirnar, sem við báðum um í
febrúarheftinu?
Ritstjóri
FORSÍÐAN.
Gatan er akur borganna, sagði einhver — og vist er um það, að án gatna væru
borgir dálítið undarlegar, svo ekki sé meira sagt. Og þegar gott er veður,
þyrpist fólkið út úr húsunum og göturnar iða af lífi. Ljósm : Jim Smart.