Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
hugmyndafræði hafí gert mikið
strandhögg í hversdagslíf þeirra. Ef á
að halda upp á brúðkaup til dæmis,
eru veiðikvótar og þess háttar látið
lönd og leið og haldin hátíð í viku;
einn helgidagur annars staðar í
Rúmeníu getur hæglega orðið að
þrem fjórum í þessu smásamfélagi.
Gestrisin fjölskylda bauð upp á
hádegismat á heimili sínu, prýddu
helgimyndum. Því næst fórum við í
könnunarferð um Leteaey, sem er
1335 ferkílómetrar að stærð. Áður
en við höfðum gengið kílómeters
leið, varð á vegi okkar skógur, sem
var svo þéttur og ógengur, að hann
hlaut að vera ævaforn frumskógur.
,,En hann er bara tveggja alda,”
sagði Alexandru. ,,Þetta er yngsta
eðlilegt skógsvæði í Evrópu.” Allar
venjulegar trjátegundir Evrópu: Eik,
beyki, ösp, álmur og askur voru
þarna til staðar, og þar að auki voru
þessi tré næstum kaffærð í vafnings-
jurtum frá miðjarðarhafslöndum og
af hitabeltissvæðunum — hafa
sennilega borist með farfuglum
hvaðanæva að. ,,Hérna sérðu hvers
vegna ég kalla svæðið rannsóknar-
stofu,” sagði Alexandru. ,,Við
getum fylgst með vexti skógarins í
hvívetna. Við getum séð hvernig
nakin jörðin byggist, fyrst plöntum,
síðan dýrum og fuglum — á innan
við öld getur nakinn óshólmi breyst í
frjósaman skóg, sem ólgar af lífi.
Og það var satt. Hvar sem við
brutumst fram gegnum vafnings-
plönturnar, iðaði allt af lífi. Litlir,
grænir froskar stukku um, glansandi
slöngur runnu hljóðlaust ofan í
vatnið, dádýr skutust um rjóðrin. Við
sáum líka hinn rúmenska lupi de
stuf, reyrúlfinn, sem hefur átt svo
furðulega auðvelt með að tileinka sér
þessa votu veröld. Ef flóð kemur,
klifrar hann bara upp í tré. Dagurinn
var fullur af söng trjátítanna og kvaki
fuglanna. Þetta var eins og að vera
fyrsti maðurinn á jörðinni.
Ég var þess vegna dálítið angurvær,
þegar við héldum aftur til sveita-
þorpsins, en þar vorum við fljótlega
hresstir við. Gestgjafar okkar, gamli
veiðimaðurinn Dumitru Dumitrof og
fjölskylda hans hafði lagt glæsilega á
borð fyrir okkur á sólpalli undir
skugga vínviðarins. Þar var okkur
borið heimabruggað vín, heimagerð-
ur ostur, nýjar vatnsmelónur, hin
sérstaka rúmenska hafrasúpa
■mamaliga og síðast, en ekki síst,
fiskurinn, sem við höfðum veitt, sem
fyrst hafði verið látinn liggja í sterkri
hvítlaukssósu og síðan borinn fram í
vel kryddaðri súpu.
Ég spurði Dumitrof, hvort hann
hefði aldrei íhugað að setjast annars
staðar að. ,,Aldrei,” svaraði hann
með áherslu. ,,Við þetta fljót, undir
þessum himni, er heimkynni mitt.”
En flóðin? Gerðu þau ekki tilveruna
ótrygga? Hann hló, svo undir tók, og
benti á nýtt flóðmerki á húsveggn-
um. ,,Við lærum að lifa þau af eins
og öll önnur kvikindi hér í
óshólmunum.”
Rökkrið var að leggjast yfir óshólm-