Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 21
HANN HÆTTILIFINU FYRIR BEETHOVEN
19
bent á sem mögulegan geymslustað.
Flutningamaðurinn og Hasselbach
hjónin voru nýbyrjuð að hlaða
vörubílinn, þegar loftvarnamerki var
gefið. En þau héldu ótrauð áfram.
Hættunni hafði ekki verið aflýst,
þegar ofhlaðinn bíllinn lagði af stað
gegnum holóttar göturnar, sem þar
að auki vom alsettar múrsteinsbrot-
um og öðm rusli. Seint um nóttina
komust þau í áfangastað. Þau
hjálpuðust að við að bera af bílnum.
Þau vom að Ijúka við að koma öllu í
ömggt skjól ofan í kjallarann, þegar
Hasselbach féll saman.
Læknirinn, sem sótmr var, sagði
honum að útlit hans væri annað en
efnilegt. ,,Þér verðið að vera í
rúminu í viku og fara svo til
lungnasérfræðings í Bonn.” En eftir
fjóra daga var Hasselbach afmr á leið
til Bonn — á reiðhjóli. Hann fór
beina leið til Beethovenhaus, þar sem
hartn hófst þegar í stað handa um að
negla fyrir brotna gluggana, en síðan
að hreinsa til í húsinu og í garðinum.
Þaðan í frá fór hann vikulega í
hjólreiðaferð — 100 km til Bonn og
heim aftur. Og hann hélt áfram —
meira að segja eftir loftárás, þar sem
hann lenti á móti flýjandi fólksmergð
og tvíbrotnaði á handlegg. Allan
þann vetur gat hinn óbugandi
Hasselbach ekki stýrt hjólinu nema
með annarri hendi.
Snemma morguns 6. apríl 1945
kom deild SS manna með miklum
asa innum hliðin á Schlos Homburg.
Ungur, drembilegur liðsforingi
Beethovenhaus t Bonngasse, ásamt
garðhúsinu, þar sem Beethovenfjöl-
skyldan bjó.
heimtaði, að höllin yrði tæmd á
augabragði. „Ameríkanarnir eru að
koma. Höllin má ekki falla þeim í
hendur. Við sprengjum hana í loft
upp.”
,,En þetta er Beethovensafnið!”
sagði safnvörðurinn ákveðinn, þótt
fæturnir skylfu undir honum.
„Einmitt! Haldið þér, að
ameríkanarnir skeyti um það? Þetta
er skipun,” hreytti liðsforinginn út
úr sér.