Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 111
,,ÉGER MESTUR!”
109
götunni minni. Það var honum
einskis virði. Hve mörgum staurum
ætli hann hafí hallað sér upp að um
dagana? En mamma mín gleymdi því
aldrei. Hún getur ekki ennþá farið
fram hjá þessum símastaur öðru vísi
en geta þess, að Joe Louis hafí hallað
sér upp að honum. Honum einskis
virði, henni mikils virði.”
Hann er örlátur maður. Mikið af
örlæti hans hefur runnið til mú-
hammeðstrúarmanna, að sjálfsögðu.
Hann hefur gefið miklar fúlgur til
skólabygginga þeirra og moska, og til
stofnkostnaðar fyrirtækja, sem em í
eigu safnaðar þeirra. Þar að auki
hefur hann lagt ærlega í Skólasjóð
sameinaðra svertingja og til þeirra,
sem hafa orðið illa úti á þurrkasvæð-
um Afríku.
Kvöld eitt sá hann í sjónvarpinu
frétt um það, að heimili á Manhattan
fyrir aldraða gyðinga, sem einhverra
hluta vegna gátu ekki séð um sig
sjálfir, væri í svo miklum fjárhags-
vandræðum, að fátt væri fram undan
annað en leggja starfsemi þess niður.
Næsta morgun hélt hann þangað án
þess að gera boð á undan sér og
afhenti hundraðþúsund dollara gjöf.
Ef framkvæmdastjóri heimilisins
hefði ekki skýrt frá þessari frétt, hefði
almenningur aldrei fengið að vita um
þessa skyndigjöf heimsmeistarans.
,,Við emm öll eins og litlir
maurar,” segir hann. ,,Guð sér alla
þessa litlu maura, milljónum saman,
en hann getur ekki ansað bænum
Eagnandi mannfjöldinn á götum
Kinshasa eftir að Ali vann titilinn af
Eoreman.