Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 30
28
URVAL
tilraunirnar sem gerðar hafa verið
sýni að mögulegt sé að lengja
mannsævina um 30-50 ár.
Við þurfum að leita aðferðanna til
að lengja mannsævina í sjálfri
elliþróuninni, segir Frolkis, því að
ellin felur ekki aðeins í sér slokknun
líkamsstarfseminnar og efnabreyt-
inganna, heldur einnig aðlögunarað-
ferðir sem gera þetta ferli auðveldara.
Og því meiri aðlögun sem um er að
ræða, þeim mun meiri möguleika
hefur viðkomandi á að ná háum
aldri. Nánari rannsóknir á þessu
fyrirbæri gætu leitt til þess að við
fyndum nýjar aðferðir til að hafa
áhrif á líkama á hrö'rnunarskeiði.
Sem dæmi má nefna tilraun sem
framkvæmd var af vísindamönnum
Rannsóknarstofnunar tilraunalæknis-
fræði í Leningrad og Lífeðlisfræði-
stofnunarinnar í Puskxnó, fétt hjá
Moskvu. I ljós kom, að ef ákveðinni
sýrutegund (succinic acid), sem er
þáttur í eðlilegri efnaskiptingu
líkamans, var sprautað í líkama á
hrörnunarstigi var hægt að hægja á
hrörnunarferlinu, hafajákvæð áhrif á
efnaskiptin og yfirleitt hressa stórlega
upp á viðkomandi.
,,Ekki alls fyrir löngu” — segir
prófessor Frolkis, „gerðum við merka
uppgötvun sem bendir til beinna
tengsla milli starfsemi erfðaeigin-
leika, frumuhýðis og eggjahvítuefna-
skipta. Þegar líkaminn eldist breytast
þessi tengsl, áður en hámarki ferlisins
er náð. Þessi uppgötvun hefur gefið
okkur góða von um að með því að
virka á frumuhýðið gemm við einnig
virkað á hrörnunarhraða manns-
líkamans.”
ERU MÓTVIRKANDI SÝRUR
ALLRA MEINA BÓT?
Meðal þeirra kenninga sem uppi
em um hrörnun og aðferðir til að
sporna gegn henni ætmm við einnig
að nefna kenningu vísindamannsins
Nikolaj Emanuel. Hann telur að
hrörnunarferlið stafi af því að
líkaminn hafi orðið fyrir ýmisskonar
skaða meðan hann var í fullu fjöri.
Má þar nefna ýms efna- og
eðlisfræðileg áhrif eins og geisla-
virkni, hitabreytingar, eimrefna-
mengun osfrv. Um leið kemur
líkaminn sér upp birgðum af vissum
áreitnum eindum, sem á ensku
nefnast ,,free radicals”. Emanuel
telur að með hæfíleika sínum til að
mynda efnafræðileg viðbrögð með
hvaða sameindum sem vera skal og
að breyta ferli sumra efnabreytinga
hafí þessar eindir skaðleg áhrif á
erfðafræðieinkenni fmmunnar og séu
að öllum líkindum valdar að því að
hrörnunin verður hraðari og sjúk-
dómar myndast.
Ef svo er, getum við haft áhrif á
þessar áreitnu eindir? Vísindamenn
stinga upp á að þær verði ónýttar og
þeim breytt í form sem ekki em
mannslíkamanum jafn skaðleg. í
þessum tilgangi eigi að dæla
mótvirkandi sýmm inn í manns-
líkamann og verða þær einskonar
„gildmr” fyrir eindirnar.